Úrval - 01.10.1976, Page 31
TÍMI TIL AÐ KAUPA HEST
29
Það verður eins og einka búnaðar-
skóli fyrir þig.”
„Ég held ég geri það. Já... ég geri
það,” sagði ég, spenntur. yegna
tilhugsunarinnar um að fá að fást við
eitthvað merkilegra en skólalærdóm-
inn.
, Jæja, þú vilt kannske hugsa betur
um þetta,” stakk pabþi upp á.
,,Nei, þess þarf ekki,” sagði ég.
,,Ég vil gera það.”
Áður en mánuður var liðinn fór ég
á skúffuþílnum í skólann og þaðan
beint á býlið okkar. Um veturinn
vann ég í hlöðunni og gerði við
girðingar. Þegar kaldast var í veðri
urðu hendurnar svo stífar af kulda,
að ég gat varla handfjatiað gaddavír-
inn. Þegar úrhellisrigning lagðist á
veikburða vorgróðurinn varð ég að
fara á fætur klukkan fjögur á
nóttunni til að veita vatninu frá.
Þetta verk varð ég að endurtaka
klukkan fjögur á daginn. Um sumar-
ið keyrði ég dráttarvélina óteljandi
hringi, plantaði út, bar á og gerði við
biluð verkfæri.
í september eignaðist Sadie gull-