Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 32
30
URVÁL
fallegt jarphosótt folald, með ljósa
blesu. Ég lét það heita Sam. Augn-
bólgan hafði ekki breyst. Sadie var
blind í nokkra daga, og svo gekk allt
vel nokkrar vikur. Hún var góð móðir
og ég fann að ég tímdi ekki með
nokkru móti að selja folaldið.
Ég var líka farin að vita nákvæm-
lega hve búskapurinn var erfíður.
Þessvegna var ég reiðubúinn, begar
pabbi kom kvöld nokkurt í október
og sagði: „Það er kominn tími til að
kaupa hest aftur, er það ekki?”
,,Ég held ég vilji ekki kaupa fleiri
hesta,” sagði ég. ,,En eigum við ekki
að fara eitthvað og sjá okkur um í
nokkra daga?”
Eins og svo oft áður vissi pabbi
nákvæmlega hvað ég var að fara. Við
gátum ekki farið til Hernández aftur.
í stað bess fórum við í afskekktan dal,
þar sem indíánar höfðu fyrir hundr-
uðum ára búið í litlum vistarvemm,
sem vom höggnar inn í bratta kletta
gljúfursins. Þegar við ráfuðum um
draugalegar rústirnar reyndi ég að
gera mér í hugarlund hvernig þar
hafði verið umhorfs áður fyrr. Þá
uppgötvaði ég dularfulla, kringlótta
holu í jörðina sem stigi lá ofan í. Til
hvers heldurðu að það hafí verið
notað? spurði ég pabba.
„Sonur minn,” sagði hann. ,,Ég
hef enga hugmynd um það. En ég
bori að veðja að það er hægt að lesa
um það í bókum.
,,Hvar fínn ég bær bækur?”
,,Ég býst við á háskólabókasafnið
hafí bæt.”
Við gengum hljóðir áfram um
stund. Að lokum sagði ég. ,,Þú veist
pabbi, að mér fínnst gaman að vinna
á býlinu og að hugsa um Sadie, en
þar með er líka upptalið. Það lítur
líka út fyrir að það sé hægt að gera
marga aðra skemmtilega hluti.
,,Þetta hljómar eins og bú hafir
verið að hugsa málin,” svaraði
pabbi.
Það fór auðvitað svo að ég fór til
Albuquerque í háskóla. Svo var bað
haustdag nokkurn á fyrsta árinu
mínu, að pabbi kom og sótti mig.
Við höfðum engan ákvörðunarstað
Við keyrðum rólega á milli fjallann-
og okkur leið vel saman. Un
kvöldmatinn sagði ég honum frá
náminu og hvað ég ætlaðist fyrir.
Þegar hann skilaði mér aftur til
baka um kvöldið rétti hann mér
höndina: , Jæja, sonur,” sagði hann
um leið og hann brýsti hönd mína,
,,ég geri ráð fyrir að dagar hrossa-
kaupanna séu liðnir. En við eignuð-
umst nokkra góða hesta, tekurðu
ekki undir bað?”
Ég kinkaði kolli. Þá stundina var
ég ófær um að tala. Ég leit framhjá
honum þangað sem bókasafnið stóð,
uppljómað eins og dómkirkja.
,,Pabbi,” sagði ég, ,,ég fann út til
hvers indíánarnir notuðu holuna í
jörðina.”
, Jæja?”
,,Á þeim stað kenndu þeir drengj-
unum hvernig lífíð er... í líkingu við
hrossakaupatímana. ’ ’