Úrval - 01.10.1976, Síða 40
38
mann stara á þann stað x tröðinni þar
sem barnið hafði verið. Við hlið
hússins var nýuppstungið blómabeð
og rétt hjá hrúga af dökkri, frjósamri
mold.
„Ég var að bakka þarna upp að til
að dreifa áburðinum,” sagði hann
við mig, þó ég hefði ekki spurt hann
neins. ,,Ég vissi ekki einu sinni, að
hún var úti.” Hann rétti hendina í
átt að blómabeðinu og lét hana svo
falla niður með síðunni. Hann sökkti
sér aftur niður í hugsanirnar og ég,
eins og hver annar góður frétta-
maður, fór inn í húsið til að finna
einhvern, sem gæti látið mig hafa
nýlega mynd af litla barninu.
Fimm mínútum síðar hafði ég
skráð öll atriði í minnisbókina og auk
þess fengið fimm stofúljósmyndir af
barninu í vasanum. Þá hélt ég í áttina
að eldhúsinu, þar sem lögreglan
hafði sagt mér að líkið væri.
Ég var með myndavélina með mér
— stóra og fyrirferðarmikla Speed
Graphic, sem var nokkurskonar vöru-
merki fréttaljósmyndara. Allir höfðu
farið út úr húsinu samtímis —
fjölskyldan, lögreglan, fréttamenn og
ljósmyndarar. Þegar ég kom inn í
eldhúsið, blasti þetta við mér:
í gegnum fellingarnar á glugga-
tjöldunum féll birtan á harðplast-
plötu, þar sem lítill líkami lá vafinn
inn í hreint hvítt lak. Einhvernveginn
hafði afinn getað komist frá mann-
fjöldanum. Hann sat á stól við
borðið, snéri vanga að mér og vissi
ÚRVAL
ekki af mér. Hann horfði utan við sig
á reifað líkið.
Húsið var þögult. Einhversstaðar
tifaði klukka. Meðan ég var þarna,
hallaði hann sér hægt fram á við,
lagði handleggina í sveig um höfuð
og fætur þessarar litlu vem, þrýsti
andlitinu að líkklæðinu og lá þannig
kyrr.
Á þessu kyrrláta andartaki sá ég
efni í verðlaunafréttaljósmynd. Eg
mældi ljósið, stillti linsuna á það,
setti pem í leifturljósið, lyfti mynda-
vélinni og stillti fjarlægðina.
Hvert einasta atriði myndarinnar
var fullkomið: afínn í einföldum
verkamannsfötum, sólargeislar á bak
við hann lýstu upp hvítt hárið, lögun
barnsins í hvítu lakinu, andrúmsloft
venjulegs heimilis með þrífæti úr
smíðajárni og minjagripa diskum frá
Alþjóðlegu kaupstefnunni hangandi
í gluggaveggnum. Fyrir utan mátti
sjá lögregluna vera að rannsaka
afmrhjólið á skúffubílnum sem
ógæfunni olli á meðan foreldrarnir
héldu hvort utan um annað.
Eg veit ekki hve lengi ég stóð
þarna, ófær um að smella af. Ég vissi
fullvel hversu magnaða sögu þessi
mynd hefði að segja, og samviska
atvinnumannsins sagði mér að taka
hana. Samt gat ég ekki fengið
hendurnar til að smella af leifmrljós-
inu og gera innrás á þessa sorgareyju
vesalings mannsins.
Á endanum lét ég myndavélin síga
og læddist burm, gripinn efa um
hæfni mína sem fréttamanns. Auð-