Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 41
FULLKOMIN MYND
39
vitað sagði ég ritstjóranum og starfs-
félögum mínum aldrei frá þessu
glataða tækifæri til að taka fullkomna
fréttaljósmynd.
Á hverjum degi sjáum við í
fréttum sjónvarps og blaða myndir af
fólki x erfiðum kringumstæðum sorg-
ar og örvæntingar. Mannlegar þján-
ingar hafa orðið að sporti áhorfend-
anna. Stundum, þegar ég fylgist með
slíkum myndum, minnist ég þessa
dags.
Mér finnst ennþá að ég hafi gert
rétt.
★
Sem gjaldkeri á skrifstofu læknisins heyrði ég oft sjúklingana kvarta
yfir miklum lækniskostnaði. Þessvegna var það þægileg tilbreyting að
heyra það sem maður nokkur sagði þegar hann heyrði hvað hann ætti
að borga: ,,Nú jæja þetta er minna en ég borgaði fyrir bílinn minn til
að koma honum í gegnum skoðun.”
Ég var staddur inni í búð og beið eftir konunni minni sem var að máta
kjól. Á meðan skipti ég nokkrum orðum við mann sem varþarí samskonar
erindum. Rétt í því birtist konan hans með ánægjuglampa í augum,
bersýnilega mjög ánægð með kjólinn sem hún var í, en maðurinn
hennar hristi höfuðið óánægður á svipinn og sagðist ekki vera hrifin af
honum. Konan var vonsvikin, en hún vildi ekki kaupa hann ef
manninum félli hann ekki, og svo fór hún inn í mátunarklefann. Hún
var ekki fyrr farin en hann spurði afgreiðslustúlkuna um verðið og
borgaði hann. Svo bað hann um að kjóllinn yrði pakkaður inn í
gjafaumbúðir og sagðist myndu sækja hann síðari hluta næsta dags.
Svo snéri hann sér að mér og sagði: ,,Hún á afrnæli á morgun, og
þetta er eina ráðið til að gefa henni kjól sem hún verður ánægð með. ”
Nágranni minn sem átti sjónvarp af gamalli gerð hringdi í
viðgerðarmann því takkinn sem skipti um rásir var brotin. En þetta
módel var orðið svo gamalt að engir varahlutir voru fáanlegir í það
lengur. Þegar viðgerðarmaðurinn gerði húsráðendum þetta ljóst spurði
frúin: ,,Er þá ekkert hægt að gera?”
„Ekkert?” endurtók maðurinn. ,Jú, ég get reynt.” Svo snérist
hann á hæli og fór út í bílinn sinn.
Eftir stutta stund kom hann aftur með litla dós og baukaði við
sjónvarpstækið um stund. Svo kallaði hann á frúna og gaf henni
leiðbeiningar varðandi nýja takkann.
,,Bökun er rás 5; Hreinsun er rás 7...