Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
★ spá fyrir um flóð og aðrar
náttúruhamfarir og stuðla að því
að draga úr tjóni af þeirra
völdum,
★ vernda skóga og votlendi, hafa
eftirlit með og stjórn á aukningu
fólksfjölda, mengun af völdum
útþenslu borga, vatns- og loft-
mengun og mörgu fleira.
James C. Fletcher, forstöðumaður
Geimrannsóknarstofnunar Banda-
ríkjanna, sem skaut á loft þessum
tveim gervihnöttum árin 1972 og
1975, kemst svo að orði um þetta:
,,Ef ég ætti að velja þann þátt
geimaldarþróunarinnar sem ég áliti
líklegastan til þess að geta bjargað
heiminum, mundi ég velja „Land-
sat”-gervihnettina og þá aðra gervi-
hnetti, sem á eftir þeim munu koma
á þessum áratug.”
Þessum tveim gervihnöttum er
þannig komið fyrir á sporbraut, að
þeir nái í sameiningu til hvers
ferkílómetra jarðarinnar- níunda
hvern dag, að undanteknum heim-
skautasvæðunum. í rauninni senda
þeir ekki raunverulegar ljósmyndir
til jarðar, þar eð í þeim em ekki
neinar myndavélar. Þess í stað senda
þeir rafmerki, sem skráð hafa verið á
„sjónaukaspegla” þeirra (scanners:
speglar innan í sjónaukum, sem
beint er að jörðu). Þegar ljós, sem
endurvarpast frá hlutum á jörðu,
berst til speglanna, greina tæki innan
í „sjónaukaspeglunum” ijósið í
sundur í fjóra liti, leifturhratt, hvern
á fætur öðrum, grænan, og rauðan lit
og tvo liti, sem eru næstum innrauðir
(birtu eða ljóss, sem mannlegt auga
greinir ekki). Síðan greina þau hvern
einstakan lit sundur í 64 mismunandi
björt litbrigði, breyta síðan þessum
upplýsingum í rafeindamerki og
senda síðan þessi merki til jarðar, þar
sem þau eru skráð á rafsegulbönd.
Tæknifræðingar í Geimrannsóknar-
stofnun Bandaríkjanna í Goddard
Geimflaugamiðstöðinni í Maryland-
fylki breyta síðan merkjum þessum í
filmur, sem líkjast ljósmyndafilm-
um, eins konar „táknmyndir.”
Frá Goddard-geimvísindamiðstöð-
inni eru filmurnar síðan senda til
Upplýsingaskráningarmiðstöðvar auð
lindarannsókna innanríkisráðuneytis-
ins nálægt. Sioux Falls í Suður-
dakotafylki, þar sem búin em til
mörg eintök af þeim og þau síðan
seld. Hver sem er getur keypt þessar
myndir. Mynd í hvítum og svörtum
lit kosta 3 dollara (560 kr.) en
litmynd kostar 7 dollara (1310 kr.)
(og tölvuband kostar 200 dollara)
(37.500 kr.). Á þessu ári (1976) mun
miðstöð þessi afgreiða pantanir á
, ,Landsat’ ’ -upplýsingum hvaðanæva
að úr heiminum, sem nema samtals 2
milljónum dollara, (en eftirspurnin
eftir þeim hefur vaxið með ári
hverju).
Sé ekki um að ræða ský eða þoku,
sem takmarkar skyggni, em myndir
þessar blátt áfram stórkostlegar. Á
þeim sjást meiri háttar þjóðvegir,
stíflugarðar, brýr, flugvellir og stór-
byggingar, eða allt það, sem er yfir