Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 45
UNDRAAUGUÁ HIMNI
43
4.000 fermetrar að stærð. En það er
ekki þessi staðreynd, sem er þýðing-
armesti þáttur gervihnattamynd-
anna. Flestir hlutir gadurvarpa ljósi á
sinn eigin sérstaka hátt, sem greinir
þá frá öðrum nálægum hlutum, og er
slíkt komið undir efni og eiginleikum
þeirra. Þessir mismunandi endur-
varpseiginleikar þeirra samsvara
fingraförum” eða „rithöndum”.
Með því að bera saman filmur
litrófanna fjögurra og með notkun
réttra sía, er framkölluð mynd, þar
sem þessi sérstöku einkenni hlutanna
koma fram í óeðlilega skærum litum,
en slíkt gerir mjög auðvelt að þekkja
hluti þessa í sundur á myndunum.
Skærrauður litur táknar þá venjulega
heilbrigðan gróður, en blár eða
grænn litur eða sambland þeirra
sýktan gróður. Brúnn litur táknar
venjulega nakta klöpp, en rutt land
er í gráum lit. Borgarsvæði em
blágrá, vatn er svart eða í ýmsum
bláum litbrigðum, og fer slíkt eftir
dýpi og tærleika.
Enda þótt hver litur kunni að
virðast vera án minnstu litbrigða,
samanstendur hann í rauninni af
hundmðum mismunandi litbrigða,
sem em of lík til þess, að mannlegt
auga fái greint þau að. En tölva, sem
hefur fengið þá forskrift að draga
einkenni litbrigðanna enn meira
fram og aðgreina þau, getur til
dæmis greint á milli einkenna hveitis
og rúgs, sojabauna og maís og veitt
hverri tegund sitt sérstaka litbrigði.
Enn fremur getur hún greint barrtré
frá lauftrjám, þurrlendi frá votlendi,
hreint vatn frá menguðu vatni og
jafnvel landsvæð, sem aðeins ein
fjölskylda býr á, frá landsvæði, þar
sem fleiri fjölskyldur búa.
Eftir að tölvan hefur meðhöndlað
þessar upplýsingar enn frekar, magn-
að viss einkenni og hindrað að önnur
komi fram, má fá fram ,,tákn-
myndir”, þar sem aðeins einn þáttur
kemurfram, svo sem allir hveitiakrar
í einum hreppi eða öll menguð svæði
í einum skógi. Með því að bæta við
þætti, sem kallaður er „jarðsannleik-
ur”, svo sem meðaluppskeru af
hveiti, meðalstærð trjáa eða meðal-
fjöldá húsa á hverjum 4.000 fermetr-
um, sem ákvarðast af „sýnum”, sem
tekin eru á jörðu niðri, er svo loks
hægt að áætla líklega hveitiuppskeru
í heilum hreppi, timburmagn í
heilum skógi og húsafjölda og jafnvel
fólksfjölda í heilu héraði. Og þessar
upplýsingar fást allar með mjög
skjótum hætti.
„Landsat”-gervihnettir hafa gert
mönnum mögulegt að fá kort af
eyðimörkum, frumskógum og fjalla-
svæðum, sem áður voru lítt þekkt og
erfltt að komast að eða um, og þeir
hafa leiðrétt skekkjur korta af jafnvel
velþekktum og velkortlögðum sVæð-
um eins og Virginíufylki í Bandaríkj-
unum. Þeir hafa hjálpað landmæl-
ingamönnum að finna hagkvæmustu
leiðir um óbyggðir fyrir olíu-, gas- og
vatnsleiðslur, raflínur og þjóðvegi, og
þannig hefur sparast ómælanlegur
tími og fyrirhöfn.