Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 47
UNDRAAUGUÁ HIMNI
4 5
isins (og koma þannig í veg fyrir, að
kröfur um bætur fyrir tjón, sem
hafði ekki raunverulega orðið, yrðu
greidd). Verkfræðingasveit Banda-
ríkjahers vonar, að í framtíðinni verði
unnt að nota ,,Landsat”-upplýsingar
til þess að spá fyrir um hæð flóða, svo
að hægt verði að gera áætlanir til þess
að draga úr tjóni af völdum þeirra
með því að ákvarða á grundvelli slíkra
upplýsinga, hvaða flóðgáttir skuli
opna eða loka til þess að lækka
vatnsyfírborðið eða hvar byggja skuli
bráðabirgðavarnargarða.
,,Landsat”-myndir hafa reynst
umhverfisverndarmönnum mjög
mikilsverðar. Þær urðu til þess að það
komst upp að verið var að menga
Champlainvatn í New Yorkfylki
stórkostlega og jafnvel eitra það með
kemiskum úrgangsefnum úr pappírs-
vinnslufyrirtæki þar í fylkinu, einnig
að sýruúrgangi var stöðugt sökkt í
New York Bight af flutninga-
prömmum nær ströndinni en opin-
ber lög leyfðu og að þannig skapaðist
hætta fyrir þá, sem böðuðu sig á
ströndunum í Newjerseyfylki, einnig
að verksmiðjur í Gary í Indíanafylki
höfðu áhrif á veðrið í nálægum
byggðum í vesturhluta Michiganfylkis
(agnir, sem bámst upp í loftið frá
verksmiðjureykháfum í Gary, höfðu
þau áhrif á skýin, að það snjóaði á
svæðum, sem annars hefði ekki
snjóað á.)
,,Landsat”-gervihnettir hafa líka
reynst gagnlegir sem stjórntæki, hvað
snertir yfirborðsnámur í Bandaríkj-
unum, sem em samtals um 1.2
milljón ekmr (ekra = 4000 m2) að
stærð. Með hjálp þeirra hafa fengist
nákvæmar og stöðugar upplýsingar
um, hve stór svæði em tekin fyrir af
námafélögunum, hve miklum upp-
blæstri og vatnsmengun slíkt veldur
og hvort landinu er síðan breytt í
upphaflegt form og það endurrækt-
að, svo að það líkist sem mest hinu
upphaflega landi, en slíks er krafist af
námufélögunum með lögum.
Kannski er samt þýðingarmest?
framtíðarþjósusta , ,Landsat”-gervi-
hnattanna við mannkynið fólgið
í eftirliti með stjórnun á rækt-
un og framleiðslu nytjajurta og
gróðurs. Landbúnaðarráðuneyti
Bandaríkjanna hefur samstarf við
Geimrannsóknarstofnun Bandaríkj-
anna á tilraunagmndvelli og fram-
kvæmir þannig mat á magni hveiti-
uppskemnnar um víða veröld. Ef slíkt
mat reynist árangursríkt, væri hægt
að láta það ná einnig til rúgs, maís,
hrísgrjóna, baðmullar, alfalfasmára
og annarra nytjajurta. Sama kerfi er
hægt að nota til þess að uppgötva og
meta útbreiðslu jurtasjúkdóma, svo
sem alls konar myglusjúkdóma, svo
að gera megi skjótar ráðstafanir til
þess að hefta útbreiðslu þeirra,
einnig má nota það til þess að vara í
tíma við þurrkum og of lítilli
úrkomu, svo að unnt sé að hafa
hjálparbirgðir til taks.
Með því að meta ástand beitar í
högum níunda hvern dag, gætu
, ,Landsat’ ’ -gervihnettirnir aðstoðað