Úrval - 01.10.1976, Side 48
46
ÚRVAL
við að ákveða, hve mikill búpeningur
megi vera hverju sinni á hinum ýmsu
haglendissvæðum.
Það er miklu ódýrara að búa til
kort, sem byggð eru á gervi-
hnattamyndum, heldur en með eldri
aðferðum því eru tök á að endurnýja
þau stöðugt, þannig að þau séu ekki
úrelt. Og upplýsingarnar, sem þau
veita, eru stöðugt að verða þýðingar-
meiri fyrir yfirvöld á hverjum stað.
Þærveita borga- og bæjarskipuleggj-
endum aðstoð á alls konar hátt, svo
sem við að meta þörfina fyrir nýjar
byggingar og aðrar opinberar fram-
kvæmdir, lagnir, vegi og götur og
önnur flutningatengsl, einnig við að
breyta skipulagi á stöðum, sem taka
verður vistfræðilegt tillit til og þar
sem vatnsrennsli gerir það óráðlegt að
byggja verksmiðjur, risakjörbúðir eða
bílastæði, einnig við að koma í veg
fyrir, að hús verði byggð á svæðum,
þar sem líklegt er, að flæði inn x
kjallara, að mæla fólksfjölgun, vega
hana og meta og gera fólksfjölgunar-
spár fyrir hvert svæði.
Enda þótt ,,Landsat”-gervihnettir
hafi sýnt fram á mikilvægi sitt með
því, sem þeir hafa þegar afrekað, eru
þeir samt enn aðeins á bernskustigi.
Geimrannsóknarstofnun Bandaríkj-
anna mun skjóta á loft upp þriðja
,,Landsat”-gervihnettinum árið
1977. í honum mun verða hitaskynj-
unartæki, sem mun geta mælt
hitann, sem stígur upp frá borgum,
aflstöðvum og svo framvegis. Síðan
munu ,,Landsat”-gervihnettir fá
jafnvel enn betri ,,augu”, sem munu
geta séð hluti, sem em aðeins 800
fermetrar að stærð, og mun það auka
nákvæmni ýmissa athugana, svo sem
uppskeruathugana og mælinga um
víða veröld.
Geimrannsóknarstofnun Banda-
ríkjanna bíður með óþreyju eftir
þeim degi, þegar unnt mun verða að
búa ,,Landsat’-gervihnetti hátíðni-
ratsjám, sem munu geta ,,séð” og
grandskoðað jörðina í gegnum skýja-
þykkni, þoku, myrkur og þéttan
gróður, og gefa nákvæma og áreiðan-
lega jarðfræðilega mynd af jörðinni
og jarðlögum undir yfírborði hennar.
Sérfræðingar spá því, að þegar svo
verður komið máli, muni fátt verða
gert hér á jörðu niðri án þess að fyrst
sé leitað ráða hjá þessum rafeinda-
véfréttum úti í geimnum.
★
,,Þú værir ekki eins illastaddur og þú ert ef þú lifðir eins spart fyrsta
daginn eftir útborgun eins og síðasta daginn fyrir hana.
Á. K.
Karlskepnan er eina l'xfvera sem heldur að hann sé gáfaðrx en
konan.
L. T.