Úrval - 01.10.1976, Page 51
49
VA TN FUNDIÐ Á ,, DULARFULLAN’ ’ HÁ TT
stað, sem hann vildi, að borað yrði á.
Og þar fékkst meira en nóg vatn
handa öllum bænum.
Shorelineheilsuhælið í Essex í
Connecticutfylki mætti nefna sem
annað dæmi. Þessi heilsugæslumið-
stöð héraðsins, sem kostað hafði
milljón dollara, var næstum fullgerð
árið 1975. Nokkur þúsund dollurum
hafði verið eytt í leit að vatni, en
verkfræðingunum tókst ekki að fá
nægilegt vatn úr fjómm bmnnum,
sem grafnir höfðu verið á stöðum,
sem álitnir vom álitlegastir af sér-
fræðingum. Þá bauð , ,vatnsgaldra-
karl” í héraðinu fram aðstoð sína við
vatnsleitina. Hann fylgdi leiðbein-
ingu vatnsleitarpriksins síns, sem var
úr trefjagleri og eins og stafurinn V
í laginu. Prikið „skipaði” honum að
fara á svæðið á bak við hælið, og
utarlega í landareigninni þeim megin
tók prikið kipp og benti skyndilega
til jarðar. Slðan var byrjað að bora
þar, ogþað leið ekki á löngu, þangað
til þar var kominn nýr bmnnur, sem
gaf af sér um hundrað lítra vatns
á mínútu eða nægilegt vatn fyrir nýja
hælið.
, ,Enda þótt engin vísindaleg skýr-
ing hafi fundist á þessari vatnsleit-
araðferð, er ekki þar með sagt, að
hún sé ekki árangursrík,” segir
Baum. ,,Við emm enn umkringd
leyndardómum hér á jörðu, sem enn
em ekki til neinar skýringar á. ’ ’
Þessi vatnsleitaraðferð er árþús-
undagömul. Fornleifafræðingar
fundu 8000 ára gamalt hellismálverk
í Atlasfjöllum í Norður-Afríku, sem
sýnir vatnsleitarmann með trjágrein í
hendinni, umkringdan hóp áhorf-
enda. Hugmyndina um töfrasprot-
ann kann að mega rekja til vatns-
leitarsprotans. Sumir fræðimenn
rekja slíkar vatnsleitaraðferðir allt
aftur til daga Biblíunnar. Beitti
Móses kannski slíkum aðferðum,
þegar hann laust klettinn í auðninni,
svo að fram úr honum spratt vatn?
Enda þótt hin tvígreinda grein hafi
orðið hið sígilda tæki , ,vatnsleitar-
galdrakarla”, hafa ýmis önnur tæki
verið notuð til slíks á umliðnum
öldum, svo sem hvalbein, kúbein,
tengur, grasstrá, jafnvel tómar hend-
urnar. Nú kjósa sumir vatnsleitar-
menn helst V-laga stafi, gerða úr
plasti, málmi eða trefjagleri, þar eð
þeir eru ekki eins grófir viðkomu og
trjágreinar og því auðveldara að
halda um þá. (Sagt er, að viðbrögð
trjágreinanna séu oft svo ofsafengin,
að hendur vatnsleitarmannanna verði
hruflaðar og fleiðraðar og að börk-
urinn flettist af greinunum). En þessi
hæfileiki á ekki bústað í tækinu
heldur þeim, sem notar það. Hvort
sem vatnsleitarmaðurinn gerir sér
grein fyrir því eða ekki, þá er það
hann sjálfur eða hún sjálf sem hreyfir
greinina eða stafinn.
Slíkar aðferðir em notaðar í fleiri
augnamiðum en að finna neðanjarð-
arvatnsuppsprettur. Pípulagningar-
menn hafa lengi notað „pípuleitar-
tæki”, tvo samtengda stafi, líka
bókstafnum L í laginu, gerða úr