Úrval - 01.10.1976, Page 57
55
Það hljómar sem mótsögn, að þessi réttrúaði
gyðingur varð þekktur sem mesti ítalski tenór
síns tíma.
HINN
ÖGLEYMANLEGI
RICHARD TUCKER
— Robcrt Merril —
g var dauðhræddur þetta
desemberkvöld árið 1945
þar sem ég beið þess að
u(-L___tjaldabaki að koma fram
dSKdbdC'dí \ fyrsta skipti í Metropol-
itanóperunni í New Yorkborg.
Ég snéri mér við og sá þá lágvax-
inn og þrekinn mann með áköf,
leiftrandi brún augu og geislandi
bros.
* Robert Merill, fæddur Moishe Miller var
eins og Richard Tuckcr fæddur í Brooklyn og
ólst þar upp á götunum. Hann hefur verið
einn fremsti barítonsöngvarinn vcstra í þrjá
áratugi.
„Slakaðu á, Bob,” sagði Richard
Tucker, en það voru ekki liðnir nema
11 mánuðir síðan hann kom sjálfur
fram í fyrsta skipti á þessu sama
sviði. ,,Þú veist, að þú ert stórkost-
legur. Annars værirðu ekki hérna í
kvöld. Sama er að segja um mig. Við
skulum fara fram á sviðið og gefa
áheyrendunum allt það, sem við
eigum. Þeir verða alveg stórhrifnir
af okkur!”
Sjálfstraust hans hughreysti mig.
Og áður en ég vissi af, vorum við
Tucker og Licia Albanese búin að
syngja hlutverk okkar í La Traviata á