Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 62
60
URVAL
stundir með hermönnunum. Hann
neitaði tvisvar tilboði um að syngja í
Sovétríkjunum, vegna þess að sovét-
menn voru ekki fáanlegir til þess að
ganga að tveim skilyrðum: að honum
yrði leyft að syngja fyrir sovéska
gyðinga í bænahúsum þeirra, þegar
hann væri ekki önnum kaflnn annars
staðarí hljómleikaförinni, og að allur
ágóðinn af hljómleikum hans yrði
gefinn þurfandi gyðingum í Sovét-
ríkjunum
En Richard var fyrst og fremst
bandaríkjamaður og reyndar mjög
umburðarlyndur sem slíkur. Hann
áleit sig vera „sendiboða” í erinda-
gerðum hins Almáttuga, og því aleit
hann, að slíkur „sendiboði” ætti
ekki að gera sér neina rellu út af
trúarbragðaágreiningi meðal dauð-
legra manna. Kaþólskir skólar og
góðgerðarfélög gátu æríð treyst því,
að hann mundi hlaupa undir bagga
með þeim í fjáröflunarskyni. Hann
kom ætíð fram við hinn árlega
borgarstjórakvöldverð Als Smiths
borgarstjóra í New Yorkborg, sem
haldinn var til þess að safna fé fyrir
þá, sem nutu ókeypis hjúkrunar í
sjúkrahúsum kaþólskra í New York-
borg. Richard batt ætíð endi á þessa
kvöldverði með því að syngja sama
lagið og hann söng ætíð síðast á
hljómleikum okkar, „Þú munt aldrei
ganga einn.” Og hann söng það af
innilegri innlifun. Terence Cooke
kardínáli, erkibiskup í New York-
borg, varð oftast svo hrærður, að
hann tárfelldi og spratt á fætur og
faðmaði Richard að sér, og þetta
varð venjulega til þess, að ný fram-
lög streymdu inn í fjárhirslur sjúkra-
hússins.
Tucker var hlýlegur og innilegur
maður, sem hafði ríka kímnigáfu
til að bera og lét undan augnabliks-
geðhrifum og kom þannig ýmsum
á óvart. Við göntuðumst oft á sviðinu
til þess að draga úr taugaspennu
okkar. Ég mun ætíð minnast kvölds
eins, þegar ég var staddur mitt í
löngu dánaratriði, önnum kafínn við
að gefa upp öndina og hann stríddi
mér með því að segja: „Hvenær
ætlarðu eiginlega að hafa það af að
geispa golunni? Ég þarf að ná í
lestina til Great Neck klukkan 1.40.”
Ég mun einnig minnast ringulreið-
arinnar sem ríkti þegar Dick var að
læra nýtt hlutverk með hjálp radd-
þjálfara síns jafnframt því að lesa
ritara sínum fyrir bréf, sitja fyrir
vegna auglýsingamynda, ræða við
umboðsmann um hljómleika og
hlusta á gyðingaprest sem vildi, að
hann syngi einhvers staðar ókeypis.
Ég grátbað hann, og það gerðu
reyndarallir vinir hans: „Dick, farðu
þér svolítið hægar! ’ ’ En hann gat það
ekki. „Ég verð fyrstur til þess að
segja, að nú sé nóg komið af svo góðu
þegar ég get ekki lengur veitt áheyr-
endum það besta sem ég á.” Þessu
lofaði hann æ ofan í æ.
VARANLEGT MINNISMERKI.
En að því kom reyndar aldrei.
Tucker var enn jafn kraftmikill