Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 62

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 62
60 URVAL stundir með hermönnunum. Hann neitaði tvisvar tilboði um að syngja í Sovétríkjunum, vegna þess að sovét- menn voru ekki fáanlegir til þess að ganga að tveim skilyrðum: að honum yrði leyft að syngja fyrir sovéska gyðinga í bænahúsum þeirra, þegar hann væri ekki önnum kaflnn annars staðarí hljómleikaförinni, og að allur ágóðinn af hljómleikum hans yrði gefinn þurfandi gyðingum í Sovét- ríkjunum En Richard var fyrst og fremst bandaríkjamaður og reyndar mjög umburðarlyndur sem slíkur. Hann áleit sig vera „sendiboða” í erinda- gerðum hins Almáttuga, og því aleit hann, að slíkur „sendiboði” ætti ekki að gera sér neina rellu út af trúarbragðaágreiningi meðal dauð- legra manna. Kaþólskir skólar og góðgerðarfélög gátu æríð treyst því, að hann mundi hlaupa undir bagga með þeim í fjáröflunarskyni. Hann kom ætíð fram við hinn árlega borgarstjórakvöldverð Als Smiths borgarstjóra í New Yorkborg, sem haldinn var til þess að safna fé fyrir þá, sem nutu ókeypis hjúkrunar í sjúkrahúsum kaþólskra í New York- borg. Richard batt ætíð endi á þessa kvöldverði með því að syngja sama lagið og hann söng ætíð síðast á hljómleikum okkar, „Þú munt aldrei ganga einn.” Og hann söng það af innilegri innlifun. Terence Cooke kardínáli, erkibiskup í New York- borg, varð oftast svo hrærður, að hann tárfelldi og spratt á fætur og faðmaði Richard að sér, og þetta varð venjulega til þess, að ný fram- lög streymdu inn í fjárhirslur sjúkra- hússins. Tucker var hlýlegur og innilegur maður, sem hafði ríka kímnigáfu til að bera og lét undan augnabliks- geðhrifum og kom þannig ýmsum á óvart. Við göntuðumst oft á sviðinu til þess að draga úr taugaspennu okkar. Ég mun ætíð minnast kvölds eins, þegar ég var staddur mitt í löngu dánaratriði, önnum kafínn við að gefa upp öndina og hann stríddi mér með því að segja: „Hvenær ætlarðu eiginlega að hafa það af að geispa golunni? Ég þarf að ná í lestina til Great Neck klukkan 1.40.” Ég mun einnig minnast ringulreið- arinnar sem ríkti þegar Dick var að læra nýtt hlutverk með hjálp radd- þjálfara síns jafnframt því að lesa ritara sínum fyrir bréf, sitja fyrir vegna auglýsingamynda, ræða við umboðsmann um hljómleika og hlusta á gyðingaprest sem vildi, að hann syngi einhvers staðar ókeypis. Ég grátbað hann, og það gerðu reyndarallir vinir hans: „Dick, farðu þér svolítið hægar! ’ ’ En hann gat það ekki. „Ég verð fyrstur til þess að segja, að nú sé nóg komið af svo góðu þegar ég get ekki lengur veitt áheyr- endum það besta sem ég á.” Þessu lofaði hann æ ofan í æ. VARANLEGT MINNISMERKI. En að því kom reyndar aldrei. Tucker var enn jafn kraftmikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.