Úrval - 01.10.1976, Page 64
62
ÚRVAL
Til umt]ugsunar~‘
UMFERÐ OG FERÐALÖG.
Með 200 hesta undir vélarhlífinni,
tígrisdýr í tanknum og glanna undir
stýri getur maður ekki fundið til
öryggis í umferðinm. VorStand.
<<<<Z<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Það er auðvelt að sjá hvar bíla-
stöður eru bannaðar — þar standa
færri bílar.
Uppruni óþekktur.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Við St. Johns menntaskólann í
Dallas i Texas er bílastæði nemend-
anna svo yfirfullt, að þeir sem skara
fram úr í námi fá frátekin bílastæði
í verðlaun.
Aarhus Stiftstidende.
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<
Af hverju eru skipaskurðirnir í
Amsterdam ekki fylltir? Hugsið ykk-
ur bara hvílíkt gatnakerfi það gæti
orðið.
Eignað Henry Ford.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Ef allar götur væru einstefnugötur,
kæmist maður aldrei heim.
Lykkja á leiðina er nokkuð sem
eykur kílómetratöluna, minnkar
bensínbirgðirnar og eykur orðaforð-
ann.
OliverHerford.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Gallinn við strætisvagnana er sá,
að til þess að komast upp í þá verður
maður að vera vel að manni, en til
þess að fá sæti verður maður að vera
veikbyggð kona.
Krokodil, Moskvu.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Umferðarslysunum íjölgar stöðugt
og umferðarsektirnar hækka. Bráðum
verður ekkert eftir annað en sektað
fólk og aðstandendur þeirra, sem
fórust í umferðarslysum.
Achille Donati.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Hægt væri að koma í veg fyrir flest
morð, ef annar aðilinn notaði strætis-
vagn.
Storm P.
Eignað Bernard Shaw.