Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 67
65
Þegar Charles bretaprins átti að
taka bílpróf, var það gert í sérstök-
um bíl, með sérstökum prófdómara
og eftir sérstakri leið. Að öðru leyti
var prófið rétt eins og vanalega.
Sunday Pictoral.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Herramenn — séntilmenn —
detta ekki af baki — þeir kastast.
Anouilh.
Aðalsmerki hins sanna séntil-
manns er, að hve fátækur sem hann
kann að vera, neitar hann samt að
vinna fyrir mat sínum.
George Mikes.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<C<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Þegar það uppgötvaðist, að NN
hafði haft rangt við í golfi, fór konan
frá honum. Dóttir hans fluttist til
útlanda og sonur hans skaut sig.
Sjálfur varð NN þó fyrir þyngstri
refsingu: Hann var rekinn úr klúbbn-
um sinum.
David Lynton í,,Hearts og Oak. ’’
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Kjúklingurinn hefur ekki lifað til
einskis, ef hann hefur náð að liggja
nokkra klukkutíma í innyflum séntil-
manns.
David Benedictus.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Það er til skammar, að við skulum
ekki hafa annað til skemmtunar í
Englandi en lesti og trúarbrögð.
Sydney Smith.
«««««««««««««««««««««««««««««««««<<«««««
England á 42 trúarbrögð en aðeins
tvær sósutegundir. Voltaire.
,<««««««««««««««««««««««««««««««««<<«««««
Englendingur heldur að hann sé
siðlátur, ef það fer illa um hann.
George Mikes.
«««««««««««««««««««««««««««««««««<<«««««
I Englandi gilda ennþá þau lög frá
sautjándu öld, að eiginmönnum er
óheimilt að berja konur sínar frá kl.
21 til 6, ,,því hávaðinn sem fylgja
hlýtur getur raksað næturró nágrann-
anna.” Breska jafnréttisráðið.
«««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<«
Enski veturinn er hin raunverulega
ástæða til þess, að nauðsynlegt
reynist fyrir breta að koma sér upp
nýlendum, svo þeir gætu aflað
heimalandinu framandi hressingar-
efna svo sem tes, tóbaks, krydds og
víns, sem er nauðsynlegt til að hjara
af veturinn í London.
Steen Eiler Rasmussen.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Eina leiðin til að afbera breska
sumarið er að njóta þess undir gleri í
ramma í upphitaðri stofu.
Horace Walpole.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<