Úrval - 01.10.1976, Side 72

Úrval - 01.10.1976, Side 72
70 URVAL New Yorkborg, fer fram á það við fjölskyldur, sem rífast um fjármál, að hver meðlimur geri lista, þar sem hann tilgreini, hvaða útgjöld og eyðsla skuli hafa forgang, og síðan séu listar allra meðlimanna bornir saman. Talið inn á segulband. Margir fjölskylduráðgjafar nota myndsegul- bönd til þess að skrá, hvernig sjúkl- ingar þeirra tala og hegða sér, og láta þá síðan horfa og hlusta á segul- bandið, svo að þeim takist að gera sér grein fyrir því, hvernig þeir haga sér í raun og veru. Laura Singer stingur upp á ódýrara afbrigði þessarar aðferð- ar til heimilisnota: takið fjölskyldu- rifrildið upp á segulband (gangið úr skugga um, að allir þátttakendur rifrildisins viti, að verið sé að taka rifrildið upp á segulband.) ,,Oft gerum við okkur í raun og veru ekki grein fyrir því, hvað við emm að segja né hvernig við segjum það,” segir hún. Beitið réttum tjáskiptaaðferðum. Hegðunarfræðingar hafa samið nokkrar meginreglur, sem stuðla að því að draga úr ýfingum. Tvær aðal- reglur þeirra em þessar: 1) Takið alltaf á ykkur fulla ábyrgð áeigin hugsunum, orðum og gerðum. 2) Gerið ekki ráð fyrir því, að þið skiljið afstöðu hins aðilans. Áður en þið svarið, skuluð þið endurtaka það, sem ykkur skilst, að hann hafi sagt. Segið til dæmis: ,,Hafi ég skilið þig rétt, áttu við að...” Þetta mun veita mótstöðumanni þfnum tækifæri til þess að leiðrétta hugsanlegan mis- skilning. Leitið samninga. Þegar um samn- ingaumleitanir og samningagerð er að ræða, slaka báðir aðilar dálítið til, en fá einnig viðurkenndar kröfur, þannig að hvomgur virðist hafa tapað algerlega. Sem dæmi mætti taka ungling, sem vill kaupa sér bíl, en foreldrarnir álíta, að hann sé of ungur til slíks. Foreldrarnir vilja á hinn bóginn, að hann sé kominn heim klukkan tíu, ef hann á að fara í skóla daginn eftir. Unglingnum er aftur á móti meinilla við ákveðin útivistartakmörk. Síðan gera aðilar samning. Hann samþykkir að vera kominn heim klukkan tíu, eigi hann að fara í skóla daginn eftir, en for- eldrarnir samþykkja, að hann kaupi sér bíl. Liggi langvarandi alvarlegar veilur í innbyrðis tengslum fjölskyldumeð- lima að baki fjármálarimmum fjöl- skyldunnar, er ekki líklegt, að hægt sé að ráða bót á slíku með ofan- greindum aðferðum. Earl Beatt fjöl- skylduráðgjafi í Minneapolis nefnir hliðstætt dæmi, er hann segir: ,,Ef þið komist að samkomulagi, hvað snertir völd og stjórn innan fjöl- skyldunnar, munu vandkvæði á sviði fjármála og kynferðismála leysast af sjálfu sér. ’ ’ Abigail Van Buren dálka- höfundur orðar þetta á hnitmiðaðri hátt, þegar hún segir: ,,Ég hef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.