Úrval - 01.10.1976, Page 74
72
ÚRVAL
Gátur og oróaleikjf
1. Inngangar eru tveir, en það er
ekki fyrr en fæturnir eru úti sem
maður er raunverulega kominn
inn. Hvað er þetta?
2. Botninn upp en þroddurinn
niður. Vex aðeins um vetur en
finnst ekki um sumur. Hvað er
þetta?
3. Hvað hefur fætur en fær ekki
gengið, ber mat en borðar ekki?
4. Hvenær byrja andarungarnir að
synda?
5. Hvernig getur maður aukið 666
um helming, án þess að draga
frá, leggja saman eða marg-
falda?
6. Hvað er það, sem oft grætur en
finnur þó aidrei til?
7. Hverjum trúir maðurinn oftast
best fyrir flestum sínum verð-
mætum?
8. Hvaða réttir eru það, sem
enginn vill leggja sér til munns?
9. Hvað er það, sem blindir geta
séð heyrnarlausir heyrt, og
heimskinginn hlær að?
10. Hver getur farið með hundrað
nautgripi í sláturhús á sama
bílnum?
11. í hvaða íþróttagrein verður sig-
urliðið alltaf að fara aftur á
bak?
12. Ég er til í skápum og á borðum,
í fjöllum og í móum, og margir
bera mig sem nafn. Hver er ég?
13. Hver er sá sem oft smýgur vatn
en kemur alltaf þurr á land?
14. Framan í hvern getur maður
rekið út úr sér tunguna án þess
að teljast dónalegur?
15. í hverju húsi eru hlutir, sem
hægt er að stafa jafnt afturábak
sem áfram, án þess að heiti
þeirra breytist. Hvaða hlutir eru
þetta?
16. Hvað er það, sem á egg en aldrei
unga?
17. Hvað er milli fjalls og tinds?
18. Hvaða algeng veiki er það, sem
enn hefur ekki geysað í nokkru
landi?
19. Hvaða hæna hefur sex fætur en
enga fjöður?
20. Þrjár litlar stúlkur fóru 1 skólann
undir einni regnhlíf. Hvers
vegna varð engin þeirra vot?
21. Hvað er það, sem allir hafa
áhyggjur af, en enginn getur
breytt?
22. Hvað heitir fulltrúi páfagauks-
ins?
23. Hvar er enginn sjór í hafínu,
árnar þurrar, skógarnir trjálausir
og borgir húslausar?
24. Hvernig geta tvær manneskjur
staðið milli nefjanna á sér?
25. Á torginu í Núrnberg liggur stór
steinn. í hvert sinn, sem haninn
galar, hreyfir hann sig. Getur
þú útskýrt þetta? Svörábls. 127.
I