Úrval - 01.10.1976, Page 75
73
Framfarir, sem hafa orðið undanfarið á sviði
lyfja og meðhöndlunar, auka nú möguleika á
lífgjöf fyrir þúsundir hjartasjúklinga a ári
hverju.
NY
HJÁLP FYRIR
HJARTVEIKA
67 ára gamall bóndi á gjörgæslu-
deild háskólasjúkrahúss Ohiofylkis
var mjög langt leiddur. Hann þjáðist
af blóðsóknarhjartaáfalli og sjúkdóm-
urinn var nú kominn á hátt stig.
Bolur hans virtist fjallhár undir
sænginni, því að líkamsvessar í
lítratali og mikið af salti þenur út
líkamann og stíflar lungun, þegar
hjartanu tekst ekki að dæla nægilegu
blóðmagni. Nýrnahetturnar gefa frá
sér taugaörvandi efni, sem kallast
catecholamine einu nafni, en hið
þekktasta þeirra nefnist adrenalin.
Þannig reyna þær af öllum mætti að
neyða hjartað til þess að leggja meira
á sig. Þetta eykur að vísu dælukraft-
inn, en efni þessi draga saman
blóðæðar, auka hraða hjartsláttarins
og hækka blóðþrýsting og valda því
auknu álagi á hjartað. Hjartanu
hættir þá til þess að þenjast út, vegna
þess að blóð streymir hraðar inn í það
en hjartanu tekst að dæla burt.
Þessi maður hafði því lent í
vítahring, og fyrir nokkrum árum
hefði aðeins verið unnt að hjálpa
honum með hjartaígræðslu, svo
framarlega sem unnt hefði reynst að
halda honum lifandi nógu lengi til
þess að hægt yrði að finna hjarta-
gjafa. Að öðrum kosti hefði dauðinn
verið óhjákvæmilegur.
En nú er slíkt ekki lengur óhjá-