Úrval - 01.10.1976, Page 78
76
URVAL
vísindamenn og læknar ný, fullkom-
in tæki og aðferðir til þess að
rannsaka, hvað gerist raunverulega t
sjúku, máttlitlu hjarta. Þeir líta nú
ekki lengur á hjartaáfall sem snögg-
legan atburð, heldur sem áfram-
haldandi árás á hjartað, sem getur
staðið í 48—72 klukkustundir, jafn-
vel eftir að sjúklingurinn er kominn í
sjúkrahús. í fyrstu stöðvast blóð-
streymi til aðeins lítils hluta hjarta-
vöðvans. Þar deyja hjartafrumur, og
þegar nægilega margar þeirra hafa
eyðilagst, mynda þær lamað eða
,,dautt” svæði. Umhverfis það svæði
eru einnig fleiri frumur, sem eru
aðframkomnar af súrefnisskorti. Sé
blóðrásinni ekki komið í eðlilegt
horf, munu þær einnig deyja, og
þannig mun hið lamaða eða
,,dauða” svæði stækka. Því stærra
sem það verður, þeim mun hætt-
ara verður sjúklingnum við að
deyja. Nái það til 40% vinstra
afturhólfs, eru miklar líkur á því, að
sjúklingurinn muni deyja.
Hjartasérfræðingar hafa þegar afl-
,að sér talsverðra sönnunargagna um,
að þannig sé einmitt þróun hjarta-
áfalls, og því hefur viðhorf þeirra
breyst. Áður miðuðu þeir með-
höndlun sína við ,,að verja víglín-
una’ ’, en nú miða þeir hana fremur
við ,,árás”. Síðla á árinu 1975 jók
Hjarta- og lungnastofnunin rann-
sóknarstarfsemi sína og tók hún þá til
rannsókna á því, hvernig best yrði
unnt að takmarka stærð hins lamaða
eða ,,dauða” svæðis hjartavöðva eftir
hjartaáfall. Þangað til nýlega fengu
slíkirsjúklingar til dæmis lyf, sem örva
skyldu hjartað og fá það til þess að
dæla meira blóði. Þessi meðhöndlun
hélt lífi í sjúklingnum, en hún kann
einnig að hafa valdið stækkun á
hinu lamaða eða „dauða” svæði
hjartavöðvans, þar eð hún neyddi
hjartað til þess að leggja jafnvel enn
meira á sig en áður til þess að dæla
blóði. Ein ný meðhöndlun, sem nú
er verið að rannsaka og prófa, er í
algerri andstöðu við þessa gömlu
aðferð. Þá er sjúklingnum gefin
sprauta af nitroprusside eða nytro-
glyerine í æð, og hefur slíkt efni
þveröfug áhrif. í stað þess að örva
hjartað til þess að dæla hraðar, þenja
þessi lyf út blóðæðarnar og draga
þannig úr þeirri mótstöðu, sem
hjartað verður að vinna bug á með
dælingu sinni. Þetta gerir hinu
veiklaða hjarta fært að dæla meira
blóði, án þess að það auki álag á það,
og kann það þannig að takmarka og
draga úr stærð hins lamaða eða
„dauða” svæðis hjartavöðvans.
Verið er að rannsaka og prófa
ýmsar aðrar meðhöndlunaraðferðir,
þar á meðal mælingu og stjórnun
áhrifa sterkrar lyfjablöndu úr glu-
cose, insulini og potassium, en henni
er ætlað að styrkja efnaskipti hjart-
ans. Einnig má nefna rannsókn á
steroidefnum, sem vinna gegn
bólgumyndun og draga úr bólgu og
kunna þannig að takmarka dauða
hjartavöðvans. Einnig nætti nefna
notkun ýmissa tækja, svo sem blöðru,