Úrval - 01.10.1976, Side 86
84
URVAL
^ÚjT Ijeimi lækna visirjdanrja
SÚREFNISSKYNJARI
Hjón nokkur í Vesturþýskalandi,
sem bæði eru læknar, hafa fundið
upp tæki sem sýnist geta orðið til
þess að draga verulega úr fæðingar-
göllum, sem skapast af of litlu
súrefnismagni meðan á fæðingu
stendur eða fyrst á eftir. Áhaldið
mælir súrefnið án þess að nauðsyn
legt sé að taka blóðprufúr, og verður
því að teljast eitt af eftirsóttustu
takmörkum læknavísindanna.
Fyrstu rannsóknir gefa til kynna,
að tækið hafi afgerandi áhrif til þess
að draga úr vangefni og öðrum af-
leiðingum súrefnisskorts í blóði jóðs.
Einnig er talið að það munu draga
úr hættu á blindu, sem skapast af
of miklu súrefni í blóði nýfædds
barns.
Áhald þetta er skynjari á stærð við
tíu króna pening og þrisvar sinnum
þykkara. Hann er festur við hörund
barnsins á brjóstinu, rétt eins og
þegar tekið er hjartalínurit. Upp-
finningamennirnir, læknarnir Renate
og Albert Huch, hafa einnig náð
góðum árangri með því að tengja
skynjarann við hvirfil barna í burðar-
liðnum meðan á fæðingu stendur.
Skynjarinn er gerður úr örþunnum
silfur- og hvítagullsflögum, en um
þessar flögur leikur mjög vægur raf-
straumur, rétt nægur til þess að hita
skynjarann svo að bletturinn, sem
hann liggur á, verður hlýrri en
umhverflð. Við það eykst blóðrennsl-
ið í háræðunum yst í húðinni undir
skynjaranum, og gerir þar með
tækinu kleift að sýna súrefnismagn
blóðsins við hörundið. Undirstaða
þessarar uppfinningar er sú uppgötv-
un, að hörundshitinn stendur í réttu
hlutfalli við súrefnismagn blóðsins.
New York Times.
HLÁTURGAS (NITROUS OXYDE)
VIÐ HJARTAÁFALLI.
Þegar Bernard Lown, læknir við
Harvard háskóla, var á ferð í Sovét-
ríkjunum árið 1968, sá hann sér til
undrunar að hjá rúmum allra sjúkl-
inga á hjartadeild eins sjúkrahússins
voru geymarmeð hláturgasi. Og þótt
rússnesku iæknarnir segðu honum að
hláturgas væri mjög gott til þess að
draga úr kvölum eftir hjartaáfall,
hikaði Lown við að beita þessu
læknisráði heima í Bandaríkjunum.
En árið 1970 fékk einn starfsbræðra
hans, líka hjartasérfræðingur, hjarta-
slag þar heima og þjáðist afskaplega.
Það endaði með því að Lown gaf
honum hláturgas, þegar allt annað
hafði verið reynt. Það hreif, og sjúkl-
ingurinn náði sér.
Ekki var Lown samt sannfærður,
en hélt þó áfram að nota hláturgas