Úrval - 01.10.1976, Page 96
94 LJRVAL
Hér kemur síðari hluti úrdráttarins úr bókjohns
Steinbeck, Á ferð með Kalla. 1 þessu meistara-
verki lýsir höfundurinn ferð sinni um Banda-
ríkin með hund sinn einan að félaga, ferð sen
hann fór á efrí árum til þess að öðlast nýjan
skilning á þjóð sinni, lifnaðarháttum, menn-
ingu og Itfsskilningi, ásamt þeim breytingum
sem orðið höfðu á umhverfi og landi síðan hann
var ungur maður að ferðast um Bandaríkin í
sama tilgangi. Því miður er ekki hœgt að birta
meira en sýnishorn úr bókinni, en þeir sem lœsir
eru á enska tungu eru eindregið hvattir til að
afla sér bókarínnar og njóta hennar.
*****
*
*
*
*****
c
hicago var hlé á ferð
minni, endurfundir við
nafn mitt, persónu og
hamingjusamt hjóna-
band. Kona mín flaug
þangað til fundar við mig. Mér var
nautn að breytingunni, að komast
aftur til öryggis þess lífs sem ég
þekkti og treysti — en hér lendi ég í
bókmenntalegum erfiðleikum.
Chicago rauf samhengið. Það er
leyfilegt í lífinu en ekki í rituðu
máli. Þess vegna sleppi ég Chicago,
vegna þess að hún er til hliðar, utan
við myndina. Á ferð minni var dvölin
þar notaleg og góð, í bókinni gæti
hún aðeins orðið eins og út í hött.
Þegar tíminn var mnninn út og
kveðjustundin liðin, varð ég að þola
allan einmanaleikann á ný, og hann
var ekki sársaukaminni en í fyrra
sinnið. Það er engin lækning til við
einmanaleika önnur en að vera einn.
Þrennt togaðist á í huga Kalla —
reiði við mig fyrir að láta hann frá
mér, feginleiki að sjá Rósínant og
ósvikið stolt yfir því hvernig hann
sjálfur leit út. Því þegar Kalli er
kembdur og klipptur er hann jafn
rogginn með sig og karl sem hefur
góðan klæðskera eða kona sem kemur
nýlökkuð af snyrtistofu, og öllum
finnst að þeir séu jafn fallegir alveg í
gegn. Það vill svo til að ég veit
hvernig Kalli er þegar hann hefur
ekki verið snyrtur. Eitt sumarið þegar
feldurinn hans var flókinn og farinn
að mygla, snöggklippti ég hann.
Undir loðnunni á fótum hans em
mjóir skankar og alls ekki beinir og