Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
í fjöllum og flugurnar yfir í þykkum
skýjum. Kalli hljóp um og brosti og
þefaði með sælusvip eins og kona í
búð sem verslar með frönsk ilmvötn.
Ekki get ég fengið mig til að
gagnrýna smekk hans. Sumir hafa
smekk fyrir þessu og aðrir hinu.
Þefurinn var þykkur og jarðneskur,
en ekki andstyggiiegur.
Þegar leið á kvöldið gekk ég með
Kalla um hamingjufjöll hans og
horfði ofan í litla dalinn fyrir neðan.
Það var furðuleg sjón. Ég hélt að of
mikill akstur hefði ruglað sjónskyn
mitt eða truflað dómgreindina, því
það var eins og dökk jörðin fyrir
neðan iðaði og bærðist og andaði.
Það var ekki vatn en gáraðist eins og
dökkur vökvi. Ég flýtti mér ofan
hæðina til þess að slétta út þessa
skynvillu. Dalbotninn var þakinn
kalkúnum, milljónum af kalkúnum,
svo þétt að ekki sá til jarðar. Ég varð
afskaplega feginn. Auðvitað var þetta
forðabúr fyrir þakkargjörðardaginn.
Ég veit það er skömm að því að ég
skuli aldrei hafa séð þær göfugu tví-
buraborgir St. Paul og Minneapolis,
en ennþá meiri smán er að hafa ekki
ennþá séð þær, þótt ég hafí farið í
gegnum þær. Þegar ég nálgaðist,
greip umferðarbrimið mig, brotsjóir
af stationbílum, sjávarfallastraumur
af öskrandi vörubílum. Mér þætti
fróðlegt að vita hvers vegna allt fer í
handaskol ef ég skipulegg ferðalag
mitt vandlega, en allt gengur vand-
ræðalaust þegar ég velt áfram í sælli
fávísi í ímyndaða stefnu. Snemma
um morguninn hafði ég skoðað
kortin og dregið vandlega hugsaða
línu þá leið sem ég hafði hugsað mér
að fara. Ég á enn þessa ágætu áætlun
— inn í St. Paul á hraðbraut 10,
síðan hægt og bítandi yfír Mississippi.
Yfír s-beygjuna á Mississippi þar sem
maður verður að fara þrisvar yfir ána.
Að þessu loknu ætlaði ég að fara
gegnum Gullna dalinn, af því nafn
hans lokkaði mig. Þetta sýnist svo
sem einfalt og er ef til vill fram-
kvæmanlegt, þótt ég gæti það ekki.
Fyrst skall umferðin á mér eins og
flóðbylgja og bar mig með sér,
smárekald með olíubíl á stærð við
hálft fíölbýlishús á undan. Fyrir aftan
mig var hrikaleg steypustöð á hjólum
og stóri beigurinn snerist í sífellu.
Til hægri var nokkuð sem ég taldi
vera kjarnorkufallbyssu. Eins og
venjulega fór ég á taugum og villtist.
ÉgTikraði mig til hægri inn á fallega
götu en þar stöðvaði mig lögreglu-
maður til að segja mér að skúffu-
bílar og álíka óþverri væri ekki
leyfður þar. Og hann hratt mér aftur
út í ólgandi flauminn.
Ég ók svo klukkustundum skipti,
og gat aldrei haft augun af hjóla-
mammútunum í kringum mig. Ég
hlýt að hafa farið yfír ána en ég sá
hana ekki. Ég sá hana aldrei. Ég sá
aldrei St. Paul eða Minneapolis. Ég
sá ekkert nema fljót af vörubílum,
heyrði ekkert nema vélagný. Loftið
mettað dísilgufum brann x lungun-
um. Kalli fékk hóstakast en ég mátti