Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 98

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL í fjöllum og flugurnar yfir í þykkum skýjum. Kalli hljóp um og brosti og þefaði með sælusvip eins og kona í búð sem verslar með frönsk ilmvötn. Ekki get ég fengið mig til að gagnrýna smekk hans. Sumir hafa smekk fyrir þessu og aðrir hinu. Þefurinn var þykkur og jarðneskur, en ekki andstyggiiegur. Þegar leið á kvöldið gekk ég með Kalla um hamingjufjöll hans og horfði ofan í litla dalinn fyrir neðan. Það var furðuleg sjón. Ég hélt að of mikill akstur hefði ruglað sjónskyn mitt eða truflað dómgreindina, því það var eins og dökk jörðin fyrir neðan iðaði og bærðist og andaði. Það var ekki vatn en gáraðist eins og dökkur vökvi. Ég flýtti mér ofan hæðina til þess að slétta út þessa skynvillu. Dalbotninn var þakinn kalkúnum, milljónum af kalkúnum, svo þétt að ekki sá til jarðar. Ég varð afskaplega feginn. Auðvitað var þetta forðabúr fyrir þakkargjörðardaginn. Ég veit það er skömm að því að ég skuli aldrei hafa séð þær göfugu tví- buraborgir St. Paul og Minneapolis, en ennþá meiri smán er að hafa ekki ennþá séð þær, þótt ég hafí farið í gegnum þær. Þegar ég nálgaðist, greip umferðarbrimið mig, brotsjóir af stationbílum, sjávarfallastraumur af öskrandi vörubílum. Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna allt fer í handaskol ef ég skipulegg ferðalag mitt vandlega, en allt gengur vand- ræðalaust þegar ég velt áfram í sælli fávísi í ímyndaða stefnu. Snemma um morguninn hafði ég skoðað kortin og dregið vandlega hugsaða línu þá leið sem ég hafði hugsað mér að fara. Ég á enn þessa ágætu áætlun — inn í St. Paul á hraðbraut 10, síðan hægt og bítandi yfír Mississippi. Yfír s-beygjuna á Mississippi þar sem maður verður að fara þrisvar yfir ána. Að þessu loknu ætlaði ég að fara gegnum Gullna dalinn, af því nafn hans lokkaði mig. Þetta sýnist svo sem einfalt og er ef til vill fram- kvæmanlegt, þótt ég gæti það ekki. Fyrst skall umferðin á mér eins og flóðbylgja og bar mig með sér, smárekald með olíubíl á stærð við hálft fíölbýlishús á undan. Fyrir aftan mig var hrikaleg steypustöð á hjólum og stóri beigurinn snerist í sífellu. Til hægri var nokkuð sem ég taldi vera kjarnorkufallbyssu. Eins og venjulega fór ég á taugum og villtist. ÉgTikraði mig til hægri inn á fallega götu en þar stöðvaði mig lögreglu- maður til að segja mér að skúffu- bílar og álíka óþverri væri ekki leyfður þar. Og hann hratt mér aftur út í ólgandi flauminn. Ég ók svo klukkustundum skipti, og gat aldrei haft augun af hjóla- mammútunum í kringum mig. Ég hlýt að hafa farið yfír ána en ég sá hana ekki. Ég sá hana aldrei. Ég sá aldrei St. Paul eða Minneapolis. Ég sá ekkert nema fljót af vörubílum, heyrði ekkert nema vélagný. Loftið mettað dísilgufum brann x lungun- um. Kalli fékk hóstakast en ég mátti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.