Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 100

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL ,,Ef hann heldur sig á veginum getur hann ekki villst,” sagði kokk- urinn. ,,Þú ert á fimmtíu og tveimur. Farðu yfir ána við St. Cloud og haltu áfram á fimmtíu og tveimur. ’ ’ ,,Er Sauk Centre á fimmtíu og tveimur?” ,,Hvergi annars staðar. Þú hlýtur að vera ókunnugur hér, að villast í Minneapolis. Ég gæti ekki villst með bundið fyrir augun. ’ ’ ..Gætirðu villst í Albany eða San Francisco?” spurði ég svolítið önug- lega. ,,Ég hef aidrei komið þar en ég hugsa ég myndi ekki villast. ’ ’ ,,Ég hef komið til Duluth,” sagði konan. ,,Og á jóiunum fer ég til Sioux Falls. Ég á frænku þar.” ,,Áttu ekki ættingja í Sauk Centre?” spurði kokkurinn. , Jú, jú, en það er ekki svo langt f þurtu — San Francisco eins og hann talar um. Bróðir minn er í sjóhern- um. Hann er í San Diego. Áttu ættingjaí Sauk Centre?” ,,Nei mig langar bara að litast um þar. Sinclair Lewis var þaðan.” ,Já, alveg rett! Það hangir þar skilti. Það koma víst margir að sjá það. ,,Hann var fyrsti maðurinn sem sagði mér frá þessum landshluta.” ,,Hver?” ,,Sinclair Lewis.” ,,Nú, já. Þekkirðu hann?” ,,Nei, ég hef bara lesið hann.” Ég var viss um hún myndi spyrja „Hvern?” Svo ég greip fram í fyrir henni. „Sögðuð þið að ég ætti að fara yfir við St. Cloud og halda mig á fímmtíu og tveimur?” ,,Ég hugsa að hann þarna hvað hann nú heitir sé þar ekki núna,” sagði kokkurinn. ,,Ég veit það. Hann er dáinn.” ,,Þú segir ekki.” Mér hafði leikið hugur á að heyra pólitískar hugsanir fólksins. Þeir sem ég hafði hitt ræddu ekki um það efni, það var eins og þeir vildu ekki ræða um það Mér virtist það að hluta til varfærni og að hluta til skortur á áhuga, ákveðnar skoðanir voru að minnsta kosti ekki látnar í ljós. Einn kaupmaðurinn sagði mér, að hann þyrfti að eiga viðskipti við báðar hliðar og gæti ekki leyft sér þann munað að hafa skoðun. Hann var gránandi maður í lítilli og grárri búð á krossgötum, þar sem ég stansaði til að fá dós af hundakexi og aðra af píputóbaki. Þessi maður, þessi búð, hefði getað verið hvar sem var í Bandaríkjunum, en var raunar í Minnesota. Það var eins konar grár glettnisglampi í augum mannsins eins og hann væri ekki gersneyddur kímnigáfu þegar það væri ekki á móti lögunum, svo ég áræddi að fara lengra. Ég sagði: ,,Það lítur þá út fyrir að eðlileg deilugirni þjóðarinnar sé dauð. En ég trúi því ekki. Hún hlýtur bara að hafa fallið í annan farveg. Hvaða farvegur gæti það verið?” ,,Þú meinar hvar mannskapurinn fær útrás?”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.