Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 102

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 102
100 URVAL geislum Drottningar Heimsins og pabbi spurði mig hvers vegna, fannst mér hann ekki með öllum mjalla að sjá það ekki. Auðvitað veit ég núna að hún var múshærð með freknur á nefinu og hrjúf hné, með rödd eins og leðurblaka og ásthita skírmslisins, en þá varpaði hún ljóma sínum á umhverfið og mig. Mér fannst Mont- ana eitt dýrðarinnar sjónarspil. Land- ið er auðugt af grasi og litum, og fjöllin eru af þeirri gerð sem ég myndi skapa ef fjöll væm einhvern tíma á dagskrá hjá mér. Montana er í mínum augum það sem lítill strákur myndi halda að Texas væri af því að heyra lýsingar texana. Hérna heyrði ég í fyrsta sinn á ferðinni ákveðinn landshreim í málinu óafbakaðan af sjónvarpi, hægan og hlýjan hreim. Mérfannst sem óðagot Ameríku væri ekki til í Montana. Fólkið virtist ekki óttast skuggana í John Birch Society- skilningi. Ró fjallanna og ávalar öldur graslendisins höfðu síast inn í íbúana. Það var veiðitími þegar ég ók gegnum ríkið. Mennirnir sem ég talaði við virtust ekki snortnir af slátr- unarhugmynd veiðirímans heldur vom þeir einfaldlega að ná sér í mat. Enn getur þetta verið séð með augum ástarinnar, en mér virtist líka að þorgirnar væm staðir til að búa í en ekki greni taugatrekkingsins. Fólkið hafði ríma til þess í störfum sínum að iðka hina deyjandi íþrótt nágranna- kunningsskaparins. Ég stóð sjálfan mig að því að þjóta ekki í gegnum borgirnar til þess að ljúka þeim af. Ég komst meira að segja að því að ég þurfti að kaupa ýmislegt til að tefja tímann. í Bill- ings keypti ég hatt, í Livingstone jakka, í Butte riffil sem ég þurfti ekkert sérstaklega á að halda, Rem- ington 222, notaðan en mjög vel með farinn. Svo fann ég kíki á hann sem ég varð að kaupa, og beið meðan hann var settur á riffilinn og á meðan kynntist ég öllum í búðinni og öllum sem komu inn. Með vopnið í skrúf- stykki og hamarinn liggjandi á borð- inu stilltum við kíkinn á reykháf í þriggja húsaraða fjarlægð og seinna, þegar ég fór að skjóta úr litla riffl- inum fann ég enga ástæðu til þess að breytastillingunni. Ég notaði mestan part morgunsins til þess arna, aðal- lega af því mig langaði ekki til að fara. En ég sé, að ást verður ekki með orðum lýst fremur en venjulega. Montana hafði heillað mig. Hún er ljómi og ylur. Ef þar væri sjávar- strönd, eða ég gæti verið burtu frá sjónum, myndi ég þegar í stað flytja þangað og sækja um ríkisfang þar. Af öllum ríkjum er Montana upp- áhald mitt og unaður. Ég verð að viðurkenna áhugaleysi mitt um þjóðgarða. Ég hef ekki heimsótt marga þeirra. Kannski er það vegna þess að þeir umlykja hið einstæða, hið stórkostlega, hið furðu- lega — hæsta fossinn, dýpsta gljúfrið hin stórkostlegustu verk mannanna og náttúmnnar. Ég vildi fremur sjá góða ljósmynd eftir Brady en Mount Rushmore. Því það er mín skoðun að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.