Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 103

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 103
Á FERD MEÐ KALLA 101 við lokum inni og tignum hið af- brigðilega í þjóð okkar og menn- ingarlífi. Þjóðgarðurinn Yellowstone Park er ekki dæmigerð Ameríka fremur en Disneyland. Þar sem skoðun mín er svo sem nú hefur verið lýst, veit ég ekki hvað kom mér til að beygja snögglega suður á bóginn og fara inn í annað fylki til að skoða Yellowstone. Kannski var það óttinn við nágrann- ana. Ég gat heyrt þá segja: „Ætlarðu að segja mér, að þú hafir farið rétt hjá Yellowstone Park og ekki komið þar við? Þú hlýtur að vera eitthvað lakari. ’ ’ Það gæti líka hafa verið hinn bandaríski ferðamáti. Maður fer í ferðalag, ekki svo mikið til þess að sjá og skoða heldur til þess að geta sagt frá því á eftir. Hver sem tilgangur minn var rneð því að fara til Yellow- stone, er ég feginn að ég fór þangað, ég uppgötvaði svolítið um Kalla, sem ég hefði ef til vill aldrei annars fengið að vita. Geðslegur maður hleypti mér inn í garðinn og sagði: ,,En hundurinn? Hundar eru ekki leyfðir í garðinum nemaí taumi.” „Hvers vegna?” spurði ég. , ,Vegna bjarnanna. ’ ’ , ,Herra minn, ’ ’ sagði ég, , ,þetta er einstakur hundur. Hann dregur ekki farm lífið með klóm og kjafti. Hann viðurkennir rétt katta til að vera kettir þótt hann dáist ekki að þeim. Hann breytir um stefnu fremur en að trufla heiðarlegan grasmaðk. Hann óttast mest af öllu að einhver bendi honum á kanínu og stingi upp á því að hann elti hana. Þetta er hundur rósemdar og friðar. Ég gæti trúað að mesta hættan verði sú, að birnirnir þínir mógðist þegar Kalli lætur sem hann sjái þá ekki.” Ungi maðurinn hló. ,,Ég hafði nú ekki svo miklar áhyggjur af bjarn- dýrunum,” sagði hann. ,,En birnirn- ir okkar hafa ekki tamið sér umburð- arlyndi gagnvart hundum. Einn af þeim gæti sýnt fordóma sína með því að klappa honum á kinnina — og eftir það áttu engan hund. ’ ’ ,,Ég skal loka hann afturí. Ég heiti því að Kalli veldur engu uppnámi í bangsaheimi, og heldur ekki ég.” ,,Ég var bara að vara þig við,” sagði hann. ,,Ég er ekki í vafa um góðan vilja og einlægni hundsins þín. A hinn bóginn eru bangsarnir okkar þeir verstu. Skildu ekki eftir mat á glámbekk. Það er ekki bara að þeir steli honum, heldur eru þeir gagnrýnir á hvern þann, sem reynir að kenna þeim betri siði. í stuttu máli sagt, trúðu ekki á góðlegan svip þeirra ef þú vilt komast hjá lúskri. Og láttu ekki hundinn einan út. Það er ekki hægt að rökræða við bjarn- dýr. ” Við héldum inn í undraland upp- hafinnar náttúru, og þið verðið að trúa því sem gerðist. Ég get ekki sannað það öðru vísi en að ná í bjarndýr. Um einn og háifan kíiómetra frá hiiðinu sá ég bjarndýr við veginn, og það kom kjagandi eins og til að stöðva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.