Úrval - 01.10.1976, Síða 110
108
hann og hann var hinn altillegasti
þegar mér tókst að koma honum til
lífsins. Hann brosti, geyspaði — og
hélt áfram að sofa.
Ég bar hann út í bílinn og ók líf-
akstur til Spokane. Ég man ekkert
um landslagið á leiðinni. I útjaðri
borgarinnar leitaði ég að dýralækni í
sxmaskrá, og rauk svo til hans eins og
með neyðartilfelli. Læknirinn var —
ef ekki gamall, þá að minnsta kosti
æði útbrunninn, og hver er ég að
halda því fram, að hann hafi verið
koltimbraður? Hann skoðaði upp í
Kalla með skjálfandi höndum, lyfti
upp augnalokinu og sleppti því
aftur.
,,Hvað er að honum?” spurði
hann áhugalaust.
,,Það erþað sem ég vil fá að vita.”
,,Hann er eitthvað vankaður.
Gamall. Kannski hefur hann fengið
slag. ”
,,Hann gat ekki pissað. Það er ekki
að furða þótt hann sé vankaður — ég
gaf honum heilt hylki af seconal.”
,,Til hvers?”
, ,Til þess að hjálpa honum að slaka
á.”
,,Nú — hann er afslappaður.”
. ,,Var þetta of stór skammtur?”
,,Ég veit það ekki.”
,,Hvað myndir þú gefa stóran
skammt?”
,,Ég hefði alls ekki gefið honum
seconal.”
,,Byrjum upp á nýtt — hvað er
að honum?”
„Sennilega kvef.”
ÚRVAL
,,Myndi það framkalla blöðru-
stíflu ? ’ ’
, ,Ef kvefið væri þar — já. ”
„Sjáðu nú til — ég er á ferðalagi.
Mér þætti vænt um nánari sjúkdóms-
greiningu.”
Hann hnussaði. ,,Hvað — þetta er
gamall hundur. Gamlir hundar fá
verki og stingi. Það er bara svona.”
Ég hlýt að hafa verið pirraður eftir
nóttina: „Gamlir menn líka,”
hreytti ég út úr mér. „Samt reyna
þeir að bæta sér það eitthvað upp.”
Og í fyrsta sinn sá ég lífsmark með
honum.
„Ég skal gefa þér eitthvað til að
skola út nýrun í honum, sagði hann.
,, Þetta er bara kvef. ’ ’
Þegar þessi áfengissjúklingur snerti
Kalla með skilningslausum höndum,
sá ég dulda fyrirlitningu í augum
hundsins. Hann vissi hvers lags
maður þetta var, og kannski vissi
læknirinn að hann vissi. Kannski stóð
hnífurinn einmitt þar í kúnni. Það
hlýtur að vera erfitt að vita að sjúkl-
ingurinn ber ekki traust til manns
sem læknis.
Kyrráhafið er mitt heimahaf. Því
kynntist ég fyrst, óx upp á ströndum
þess, safnaði sjávardýrum í fjömm
þess. Ég þekki duttlunga þess, lit
þess, eðli þess. Ég var langt inni í
landi á ferð minni með Kalla þegar
ég fann fyrsta ilminn af því. Þegar
maður hefur verið lengi á hafi,
kemur landilmurinn langt á haf úti á
móti manni. Sama saga endurtekur