Úrval - 01.10.1976, Síða 112

Úrval - 01.10.1976, Síða 112
110 ÚRVAL meðan ég þumlungaði tjakknum undir afturöxulinn sem ég varð að finna með hendinni þar sem hann var á kafi. Raunverulega tók mig ekki nema um klukkutíma að skipta um hjól. Ég var óþekkjanlegur með öll þessi leirlög utan á mér. Hendur mínar voru flumþraðar og blæðandi. Ég velti dekkinu á þurrt og skoðaði það. Önnur hliðin var gersamlega úr því. Svo leit ég á hitt afturdekkið og sá mér til skelfingar stóra kúlu innan á því og aðra til. Það leyndi sér ekki að það gat farið sömu leið á hverri stundu og það var sunnudagur og það rigndi og þetta var Oregon. Ef það spryngi líka værum við þarna á blautum og fáförnum vegi og ættum ekki annars úrkosta en fara að gráta og bíða dauða okkar. Ég fláði af mér leirug fötin og fór 1 nýtt fínirí, sem varð leirugt af afhöfninni. Aldrei hefur nokkur bíll fengið gætilegri meðferð en Rósínant þar sem við siluðumst af stað aftur. Hver arða á veginum nísti mig í gegnum merg og bein. Við fórum ekki yfír átta kílómetra hraða. Og hið forna iögmál lét til sín taka, að þegar maður sé borgar þurfi séu þær fáar og strjálar. Ég þurfti meira en borg. Ég þurfti tvö ný og vönduð dekk. Eftir fjörutíu ár í þjáningarfullri blautri eyðimörk með ekkert ský að degi né eldstólpa að nóttu tii að vísa okkur veginn komum við að blautri, lxtilli og lokaðri borg sem ég man ekki hvað heitir af því ég komst aldrei að því. Allt var lokað — allt nema lítið viðgerðarverkstæði og bensín- stöð. Eigandinn var risi með örótt andlit og mannvonskulegt, hvítt auga. Væri hann hross myndi ég ekki kaupa hann Hann var heldur þögull. Hann sagðist ekki hafa dekk við mitt hæfi og þurfa að senda til Portlands eftir þeim. Hann gæti hringt á morgun og kannski fengið þau þarnæsta dag. ,,Gæti ég fengið þau nokkurs staðar hér um slóðir? ’ ’ ,,Á tveimur stöðum. Báðir eru lokaðir. Ég held þeir hafi ekki rétta stærð. Þú þarft stærri dekk en þú varst með. ’ ’ Hann klóraði sér í skegg- inu, frýndi á kúlurnar á vinstra afturhjólinu og rak í þær fingur eins og þjöl. Svo fór hann inn í skrifstof- una, sópaði til hrúgu af bremsu- borðum og viftureimum og verðlist- um og dró fram símaskrá. Og ef trú mín á heilagleika mannanna skyldi einhvern tíma taka að flökta, mun ég minnast þessa illúðlega manns. Eftir þrjú símtöl fann hann fyrir- tæki sem átti eitt dekk af réttri stærð, en eigandinn var fastur í brúð- kaupi og gat ekki rifið sig iausan. Eftir önnur þrjú símtöl komst hann á snoðir um annað dekk, 12 kílómetra í burtu. Þetta tók óratíma því miili allra símtala var röð af bílum sem þurftu að fá bensín og olíu og allt var þetta afgreitt með hátignarlegri rósemi. Loks var mágur dreginn fram í dagsljósið. Hann átti bújörð spöl- korn utan við borgina. Hann langaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.