Úrval - 01.10.1976, Síða 114

Úrval - 01.10.1976, Síða 114
112 URVAL helgispjöll. Við horfðum á manninn með andstyggð og hann var markað- ur allt til dauða. Auðvitað var þetta ekki eini lund- urinn sem fór þessa leið, en margir tígulegir lundir eru eftir og munu fá að standa af góðri og athyglisverðri ástæðu. Ríki og stjórnir gátu ekki keypt og verndað þessi helgu vé. Þess vegna keyptu klúbbar, stofnanir og jafnvel einstaklingar þau og helguðu framtíðinni. Ég veit ekki dæmi um sambærilega verndun. Þvílík áhrif hafa rauðaviðarrisarnir á mannshug- ann. Hvaða áhrif myndu þeir hafa á Kalla? Þegar við nálguðumst rauðaviðar- landið í Suðuroregon hafði ég Kalla aftur í með dregið fyrir gluggana. Ég fór fram hjá nokkrum lundum en dæmdi þá óhæfa — og svo, á sléttu engi sem lækur liðaðist um sáum við afann, þar sem hann stóð einn, hundrað metra hár og bolurinn hafði sama umfang neðst eins og meðal íbúðarblokk. Greinarnar með flötum skærgrænum laufunum byrjuðu ekki að vaxa út úr bolnum fyrr en í fimmtíu metra hæð. Upp að þeim lá beinn boiurinn, sem mjókkaði eilítið upp á við, liturinn rauður í purpura- rautt í blátt. Toppurinn var fyrir- mannlegur og riflnn eftir eldingu löngu gengins óveðurs. Ég renndi bílnum út af veginum og stansaði skammt frá þessu guðumlíka tré, svo nærri að ég varð að keyra höfuðið aftur á milli herðablaðanna til að sjá greinarnar. Þetta var það sem ég hafði beðið eftir. Ég opnaði húsið og hleypti Kalla út og stóð hljóður og beið, því þetta gat verið draumur hundsins um sjöunda himinn. Kalli snasaði og hristi hausinn. Hann slangraði að smáviði, átti viðskipti við græðling, fór að læknum og fékk sér að drekka, síðan svipaðist hann um eftir því hvað hann gæti nú gert. „Kalli!” kallaði ég. „Sjáðu!” Ég benti á afann. Kalli dillaði skott- inu og fékk sér meira að drekka. Ég sagði: „Auðvitað. Hann lyftir ekki hausnum nóg til þess að sjá grein- arnar svo hann geti gert sér grein fyrir að þetta er tré. ” Ég skálmaði til hans og rétti snúðinn á honum beint upp. „Sjáðu, Kalli. Þetta er tré allra trjáa. Þetta er endirinn á Leitinni. ” Kalli fékk hnerrakast, eins og allir hundar þegar nefinu á þeim er lyft of hátt. Ég fann til bræði og haturs í garð þess sem ekki kann að meta stórfenglega hluti, í garð þeirra sem fyrir fákunnáttu eyðileggja dýrmæta áætlun. Ég dró hann að bolnum og neri nefínum á honum við tréð. Kalli leit kuldalega á mig og fyrirgaf mér og lúskraði svo burtu, að heslihnetu- runna. ,,Ef ég héldi að hann gerði þetta af illkvittni eða til að stríða mér,” sagði ég við sjálfan mig, „myndi ég drepa hann á stundinni. Ég verð að fá að vita það, annars verður mér lífið óbærilegt.” Ég opnaði vasahnífinn og gekk niður að læknum, þar sem ég skar grein af pílviði, Y-laga grein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.