Úrval - 01.10.1976, Síða 114
112
URVAL
helgispjöll. Við horfðum á manninn
með andstyggð og hann var markað-
ur allt til dauða.
Auðvitað var þetta ekki eini lund-
urinn sem fór þessa leið, en margir
tígulegir lundir eru eftir og munu fá
að standa af góðri og athyglisverðri
ástæðu. Ríki og stjórnir gátu ekki
keypt og verndað þessi helgu vé. Þess
vegna keyptu klúbbar, stofnanir og
jafnvel einstaklingar þau og helguðu
framtíðinni. Ég veit ekki dæmi um
sambærilega verndun. Þvílík áhrif
hafa rauðaviðarrisarnir á mannshug-
ann. Hvaða áhrif myndu þeir hafa á
Kalla?
Þegar við nálguðumst rauðaviðar-
landið í Suðuroregon hafði ég Kalla
aftur í með dregið fyrir gluggana. Ég
fór fram hjá nokkrum lundum en
dæmdi þá óhæfa — og svo, á sléttu
engi sem lækur liðaðist um sáum við
afann, þar sem hann stóð einn,
hundrað metra hár og bolurinn hafði
sama umfang neðst eins og meðal
íbúðarblokk. Greinarnar með flötum
skærgrænum laufunum byrjuðu ekki
að vaxa út úr bolnum fyrr en í
fimmtíu metra hæð. Upp að þeim lá
beinn boiurinn, sem mjókkaði eilítið
upp á við, liturinn rauður í purpura-
rautt í blátt. Toppurinn var fyrir-
mannlegur og riflnn eftir eldingu
löngu gengins óveðurs. Ég renndi
bílnum út af veginum og stansaði
skammt frá þessu guðumlíka tré, svo
nærri að ég varð að keyra höfuðið
aftur á milli herðablaðanna til að sjá
greinarnar. Þetta var það sem ég
hafði beðið eftir. Ég opnaði húsið og
hleypti Kalla út og stóð hljóður og
beið, því þetta gat verið draumur
hundsins um sjöunda himinn.
Kalli snasaði og hristi hausinn.
Hann slangraði að smáviði, átti
viðskipti við græðling, fór að læknum
og fékk sér að drekka, síðan svipaðist
hann um eftir því hvað hann gæti nú
gert.
„Kalli!” kallaði ég. „Sjáðu!”
Ég benti á afann. Kalli dillaði skott-
inu og fékk sér meira að drekka. Ég
sagði: „Auðvitað. Hann lyftir ekki
hausnum nóg til þess að sjá grein-
arnar svo hann geti gert sér grein fyrir
að þetta er tré. ” Ég skálmaði til hans
og rétti snúðinn á honum beint upp.
„Sjáðu, Kalli. Þetta er tré allra trjáa.
Þetta er endirinn á Leitinni. ”
Kalli fékk hnerrakast, eins og allir
hundar þegar nefinu á þeim er lyft
of hátt. Ég fann til bræði og haturs í
garð þess sem ekki kann að meta
stórfenglega hluti, í garð þeirra sem
fyrir fákunnáttu eyðileggja dýrmæta
áætlun. Ég dró hann að bolnum og
neri nefínum á honum við tréð. Kalli
leit kuldalega á mig og fyrirgaf mér
og lúskraði svo burtu, að heslihnetu-
runna.
,,Ef ég héldi að hann gerði þetta
af illkvittni eða til að stríða mér,”
sagði ég við sjálfan mig, „myndi ég
drepa hann á stundinni. Ég verð að fá
að vita það, annars verður mér lífið
óbærilegt.” Ég opnaði vasahnífinn
og gekk niður að læknum, þar sem ég
skar grein af pílviði, Y-laga grein