Úrval - 01.10.1976, Side 115

Úrval - 01.10.1976, Side 115
Á FERD MEÐ KALLA 113 með miklu laufi. Ég snyrti greinar- endana vel og yddaði loks endann þar sem ég hafði skorið hann frá, gekk síðan að rósömum forföður risanna og stakk litla pílviðnum í jörðina svo að laufin lágu að hrukk- óttum rauðaviðarberkinum. Svo blístraði ég á Kalla og hann brást svo sem vinsamlega við. Ég gerði mér sérstakt far um að horfa ekki á hann. Hann hljóp stefnulaust til og frá þar til hann sá pílviðinn, sem greinilega kom honum á óvart. Hann þefaði varlega af nýafskornum teinungnum og laufum hans. Síðan tók hann mið, mátaði nokkrar stöður til þess að finna rétta afstöðu og færi — svo lét hann skotið ríða. Ég á erfitt með að skrifa um heimaslóðir mínar, Norður-Kali- forníu. Það hefði átt að vera auðveld- ast, því ég þekki þessa ræmu meðfram Kyrrahafinu betur en nokk- urn annan skika heims. En ég finn að ekki bara eitt heldur margt hefur lagst hvað yfír annað þangað til allt er orðið óljóst. Það sem það er er það skrumskælt af minningunum um hvað það var og hvað kom fyrir mig þar, allt saman undið og snúið svo að mér er ómögulegt að vera hlutlægur. Þar sem fíögurra akreina þjóðvegur kraumar af bílaumferð man ég eftir þröngum, bugðóttum fjalla- slóða þar sem skógarækin ein voru á ferðinni, dregin af jafnlyndum múl- dýrum. Mjúkur klukknakliður boð- aði komu þeirra. Þetta var duggunar- lítið þorp, búðin undir tré og járnsmiðja og bekkur fyrir framan til að sitja á og hlusta á hamarinn klappa steðjann. Nú dreifast lítil hús langar leiðir í allar áttir, öll eins, sérstaklega af því þau reyna að vera hvert öðru ólíkt. Brottför mfn þaðan var flótti. En ég gerði eitt sem var hefðbundið og rómantískt áður en ég fór þaðan. Ég ók upp á Fremonts Peak, hæsta tindinn á stóru svæði. Ég klöngraðist upp grýttan stiginn upp á blágnýp- una. Af þessum tindi má sjá yfír allar mínar bernskustöðvar. Ég minntist þess að einu sinni, á því æskuskeiði sem mest snýst um dauðann, vildi ég láta jarðsetja mig á þessum tindi þar sem ég gæti án augna séð allt það sem ég þekkti og unni, því í þá daga var enginn heimur handan við fíöllin. Ég minntist þess hve mikið hjartans mál mér var þetta. Það er skrýtið og kannski heppilegt að þegar stundin nálgast minkar áhugi manns, jafnhliða því að dauðinn verður staðreynd fremur en eitthvað dulúð- ugt. Hér á þessum háu klettum lagaðist hugarástand mitt. Kalli hafði kannað svæðið að vild og sat nú við fætur mér, eyrun blaktandi eins og þvottur á snúru. ,,Ég skal segja þér, Kalli minn, að þarna niðri, í þessum litla dal, veiddi ég silung með nafna þínum, Kalla frænda. Og þarna — sjáðu hvert ég bendi — skaut mamma villikött. Beint þarna niðri, um sextíu kíló- metra héðan, var gamli bærinn okkar — reglulega hungurhola. Sérðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.