Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 120
118
LJRVAL
Bréf til ^Úrvals
„Að því undanskildu hve Orval er
alltaf seint á ferðinni lýsi ég mikilli
ánægju minni með þetta tímarit, sem
flytur ótrúlega mikið af lesefni fyrir
sitt verð. Og upp á síðkastið hefur
bæði efni og frágangi þess fleygt
fram. Ég efast um að annað lesmál
hérlendis gefi jafnmikið fyrir sinn
pening.
En þó verð ég að lýsa alveg sérstakri
ánægju minni með bókina í júlíheft-
inu, Allt fyrir Önnu eftir James
Copeland. Það fannst mér alveg frá-
bær bók, og eiga erindi til allra sem
eiga börn, líka þótt þau séu ekki
vangefin, eins og Anna litla sú sem
þar er sagt frá. Við vitum að hvers
konar læknavísindum fleygir fram um
þessar mundir, en samt em það þeir
sem næstir standa, foreldrarnir og
fjölskyldan öll, sem oft geta gert
kraftaverk, ef nógu mikill hugur
fylgir máli. Ég hef notað hvert tæki-
færi til að segja vinum mínum og
kunningjum frá bessari afbragðs
frásögn, og ég hef engan hitt, sem
orðið hefur fyrir vonbrigðum með
lestur hennar.
Neðanmáls er heiti sjúkdómsins
skýrt sem tilraun þýðanda til að þýða
hið læknisfræðilega heiti þess sjúk-
leika, og er það þýtt sem „geðlok-
un” eða „huglokun”. Þar er einnig
getið um aðra íslensku heitisins, sem
eldri sé, en það er „innhverfa.”
Að mínu viti er það ekki eins gott orð
og orð þýðanda Úrvals, þar sem til
er önnur merking á því að vera inn-
hverfur, það er aðeins að vera dulur
og fáskiptinn, sem ég tel töluvert
annan sjúkdóm heldur en þann sem
litla stúlkan var haldin af.
Ég óska Úrvali langra lífdaga og
vona að það haldi áfram að flytja
okkur fróðleik og skemmtiefni. ’ ’
Nafni leynt skv. ósk.
★ ★ ★ ★ ★
„Ég þakka kærlega fyrir Úrval.
Mér finnst það eitt besta tímaritið
hérlendis. Ég les það ætíð allt og bíð
með óþreyju næsta blaðs, einnig
vegna krossgátunnar. Það er gaman
að glíma við hana, af því hún er
nógu erfxð til að klárast ekki í einum
hvelli.
Þökk fyrir,
Helga Hauksdóttir,
Kvíabóli.
★ ★ ★ ★ ★
Liggur þér eitthvað á hjarta urn
Úrval? Sendu okkur þá línu. Utan-
áskriftin er ,, Tímaritið Úrval, Pðst-
hólf5J>3, Reykjavík. ”