Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 123
SANNLEIKURINN UM BANDARJSKAR...
121
legar prófanir, sem framkvæmdar
höfðu verið af 225 rannsóknarstof-
um. Á 90% alls tímabilsins sýndu
20% af þessum rannsóknarstofum
fullnægjandi árangur, og aðeins
helmingur þeirra sýndi fullnægjandi
árangur á 75% hlutum alls tíma-
bilsins.
Hér á eftir skulu nefndar helstu
ástæðurnar fyrir svo lélegri frammi-
stöðu:
Skortur á virku og árangursríku
ríkiseftirliti. Þrátt fyrir hinn mikil-
væga þátt lækningarannsóknarstof-
anna í heilsugæslu og lækningastarf-
semi í heild, skortir átakanlega
samræmdar og áhrifaríkar ríkisreglur,
lög og eftirlit, hvað starfsemi þeirra
snertir. Um 10.000 sjálfstæðar lækn-
ingarrannsóknarstofur og lækninga-
rannsóknarstofur í sjúkrahúsum
verða að hafa rekstrarhæfnisskírteini
frá Heilsugæslu-, og mennta- og
velferðarstofnun Bandaríkjanna, svo
að þær hafi rétt til þess að taka við
greiðslum fyrir þá sjúklinga, sem
opinberar sjúkratryggingar ná til
(Medicare). En ríkisstofnanir láta
yfirleitt ekki framkvæma eftirlit á
sínum vegum á húsnæði, tækjum og
vinnuaðstöðu rannsóknarstofanna né
prófanir á starfshæfni þeirra. Þess í
stað semur stofnun þessi um það við
stjórnarvöld hvers fylkis, að þau
ábyrgist starfshæfni rannsóknarstof-
anna. Og árangurinn af þessu fyrir-
komulagi er svo sá, að þær fá
yfirleitt að starfa eftirlitslausar. Þegar
Gæðatryggingarstofnun Bandaríkj-
anna prófað hæfni meinatækna í
rannsóknarstofum, sem taka á móti
slíkum opinberum sjúkratrygginga-
greiðslum (Medicare), þá féll um
helmingur\>t\m algeriega á próflnu.
Aðeins þær 900 rannsóknarstofur í
sjúkrahúsum og rannsóknarstofur,
sem reknar eru sem einkafyrirtæki,
sem hafa viðskipti við aðila utan
fylkismarkanna, eru undir reglulegu
starfshæfniseftirliti, sem Sjúkdóma-
eftirlitsmiðstöð Bandaríkjanna hefur
með höndum. En jafnvel þetta
eftirlit hefur reynst ófullnægjandi.
Þó að eftirlitsaðferðir stofnunar þess-
arar njóti góðs álits hefur hún aðeins
10 almennum eftirlitsmönnum og 2
yfíreftirlitsmönnum á að skipa til
þess að heimsækja hinar ýmsu rann-
sóknarstofur. Því verður að póstsenda
flest prófunarsýnin til rannsóknar-
stofanna, en stjórnendur þeirra vita
þá, að prófunarniðurstöður þessara
einstöku sýna verða rannsakaðar
nákvæmlega. En þrátt fyrir þessa
staðreynd, hefur stofnum þessi kom-
ist á snoðir um, að 18% rannsóknar-
stofaþessara eru ófullnægjandi, hvað
starfshæfni snertir, þegar er jafnvel
um að ræða eins einfalda prófun og
blóðsykurmælingu.
Skortur á virku og árangursríku
fylkiseftirliti. Samkvæmt áliti sér-
fræðinga á svið læknavísindanna, er
eftirlitið með lækningarannsóknar-
stofunum virkt og árangursríkt t
aðeins fáeinum fylkjum, (og eru
fylkin New York, Pennsylvanía og
Wisconsin þá oft sérstaklega nefnd).