Úrval - 01.10.1976, Page 126
124
ÚRVAL
skoðanir öllum að óvörum. Allir
meinatæknar í lækningarannsóknar-
stofunum verða að vera viðurkenndir
af Heilsugæslustofnun .borgarinna,
og verður að endurnýja starfsleyfi
þeirra á tveggja ára fresti.
Stórt skref mun verða stigið í áttina
til þess, að þessu eftirlitskerfi New
Yorkborgar verði komið á um allt
landið, ef lög, sem nú bíða samþykk-
is þjóðþingsins, verða samþykkt.
Öldungardeildarlagafrumvarp nr.
1737, sem þeir öldungaderldarþing-
mennirnir Jacob K. Javits (repu-
blikani frá New Yorkfylki) og
Edward M. Kennedy (demókrati frá
Massachusettsfylki) stóðu að, hefur
nýlega verið samþykkt sem lög.
Samkvæmt þeim eru gerðar sömu
alríkiskröfur til allra bandarískra
lækningarannsóknarstofa, og í þeim
er kveðið svo á um, að hvert fylki setji
fylkislög um þetta efni, sem séu eins
ströng og alríkislögin. Fyrir fulltrúa-
deildinni liggur nú lagafrumvarp nr.
11341, sem fulltrúadeildarþingmað-
urinn Paul G. Rogers (demokrati frá
Floridafylki) stendur að, en þar er
kveðið svo á um, að opinbert Ieyfi
skuli þurfa til þess að reka allar
lækningarannsóknarstofur, einnig
þær, sem eru hluti af almennum
læknisstofum.
★
Verkamaður einn í Detroit sneri sér til verkstjóra síns og fór þess á
leit, að hann fengi auka frídag til þess að jafna upp kaffltxmana, sem
hann hefði misst af, meðan hann var í sumarleyfi.
Það er rúm fyrir um það bil þrisvar sinnum meira í maganum á 20 kg
hundi heldur en 75 kg manni. Það er skýringin á því hve sumir hundar
geta látið í sig miklu meira en húsbændur þeirra.
Þér mundi þykja hart, ef hverjum sem væri yrði gefið vald yfir
líkama þínum. En minnkast þú ekki fyrir að gefa hverjum sem er vald
á skapi þínu, svo að það æsist og gengur úr skorðum, ef hann svívirðir
þig-