Úrval - 01.10.1976, Page 128
126
ÚRVAL
TÍMINN
Tíminn mínar treinir ævistundir.
Líkt og kemba’ er teygð við tein
treinir hann mér sérhvert mein.
Skyldi’ hann eftir eiga’ að hespa’ og
spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta’ í höföld, draga’ í skeið?
Skyldi’ hann eftir eiga’ að slíta,
hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?
Skyldi’ hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
Skyldi’ hann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki giskað á,
en gamall held ég verði þá.
SVEINBJÖRN OG ÞORMÓÐUR
I
Það festir ekki mold á mér,
mér fellur ekki tár af hvarmi.
Örvænting mína enginn sér,
þá einn ég stend á grafarbarmi.
Til himins upp ég hrópa þá,
en himinninn ekkert svar mér gefur.
,,Sé ég ei mína sonu þrjá,
sem dauðinn frá mér tekið hefur?”
Á hverri nóttu gröf ég gref,
get svo tekið af lokið svarta.
Örenda tvo ég engla vef
ískalda mér að heitu hjarta.
Lokið svo aftur legg ég á
líkkistur beggja sona minna,
gröfinni aftur geng svo frá.
Grátleg er þessi næturvinna.