Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 3
Ég hef eins og svo margir aðrir starfs- félagar skrifað fræðigreinar í okkar gamla og virðulega tímarit. Það er ó- metanlegt að svona vandað félagsrit, þar sem íslenskan er í heiðri höfð og kostur er á faglegri ritrýni, lifir enn góðu lífi. Nú á dögum hefur aukist að fólk af sam- þættum fræðasviðum eða í mismunandi fræðigreinum skrifi saman greinar og er ásýnd blaðsins að breytast hvað þetta varðar. Þetta birtist helst í formi greina á sviði ferðamálafræði, landafræði, mis- munandi greina líffræðinnar og ýmiss konar umhverfisfræði. Ég skora á nátt- úrufræðinga, umhverfisfræðinga, heim- spekinga og kennara að nota þennan vettvang sem mest. Óhætt er að segja að tengslin við Náttúrufræðinginn hafi verið sterk. Stuttu eftir að ég kom heim frá námi var ég komin í ritnefnd tímaritsins (1985) og þegar upp er staðið eru árin orðin 28 sem ég hef starfað í ritnefnd/ritstjórn eða fagráði (6 ár). Þetta starf var mjög ánægjulegt. Náttúrufræðingar komu saman og unnu með ritstjóra að sama markmiðinu – að gefa út vandað fræði- rit á íslensku, ætlað bæði íslenskum vísindamönnum og almenningi. Rit- stjórarnir á þessu tímabili voru alls sjö; þrír jarðfræðingar, þrír líffræðingar og nú síðast ritstjórnarmenntaður þró- unar- og sagnfræðingur. Þeir eru: Helgi Torfason, Árni Einarsson, Páll Imsland, Sigmundur Einarsson, Álfheiður Inga- dóttir, Hrefna B. Ingólfsdóttir og Mar- grét Rósa Jochumsdóttir. Ég nota þetta tækifæri hér með til að þakka öllu þessu góða fólki samstarfið. Síðustu fimm árin sat ég í stjórn HÍN sem varaformaður og setti stjórnin sér fljótlega það markmið að koma útgáfu tímaritsins á netið í opnum aðgangi, en einnig að halda áfram að gefa út prentað eintak fyrir alla sem þess ósk- uðu. Jafnframt var ritstjórnarstefnan endurskoðuð í ljósi breyttra tíma. Von- andi verður netútgáfan í vaxandi mæli vettvangur ýmiss konar fræðslu fyrir unga sem aldna og umræðu um málefni sem snerta náttúruna. Það eru mikil gleðitíðindi að draumurinn um opna netútgáfu Náttúrufræðingsins er nú orðinn að veruleika – til hamingju HÍN, Náttúruminjasafn Íslands og Margrét Rósa ritstjóri, sem á mestan heiðurinn af uppsetningunni! Ég hef haft mikla ánægju af því að birta efni, ýmist ein eða með öðrum, um rannsóknir mínar og fleira í tímaritinu. Flestar greinanna fjalla um vistfræði og hegðun dýra. Sú fyrsta er frá 1974 og er um vorkomu smádýra,1 síðan ein um mykjufluguna,2 þá þrjár greinar um hesta3–5, ein um stara og hesta6 og að lokum ein um skötuorma.7 Þá skal telja ýtarlegan ritdóm frá 2016 um hið yfirgripsmikla og vandaða rit Snorra Baldurssonar, Um Lífríki Íslands: Vistkerfi lands og sjávar,8 leiðara um Reykjanesfólkvanginn9 og greinina Fjaran, vettvangur náms til sjálfbærni10 frá 2014 sem er á sviði kennslufræði líf- fræði- og umhverfisfræða. Ég var fastráðinn kennari í líffræði 1982, fyrst við Kennaraháskóla Ís- lands, síðar Menntavísindasvið HÍ, og kenndi verðandi kennurum líffræði og umhverfismennt. Auk þess kenndi ég dýraatferlisfræði við líffræðiskor HÍ nánast samfellt frá 1981 til 2019. Áhugi minn hefur mest snúist um dýr, einkum hegðun þeirra og vistfræði, með áherslu á að skilja hvernig náttúrulegt umhverfi þeirra hefur mótað tegundirnar. Ég hef því alltaf lagt áherslu á að gefa nem- endum mínum tækifæri til útináms11 og með því leitast við að þeir öðluðust skilning á starfsemi vistkerfa og því að hver lífvera hefur sinn sess í vistkerf- inu og er jafn rétthá og aðrar lífverur. Þannig öðlast fólk virðingu og væntum- þykju fyrir lífverum og umhverfi þeirra. Segja má að aldrei áður hafi svona nálgun verið mikilvægari í ljósi þess hve mikið meginhluti mannkyns hefur fjarlægst náttúruna, bæði vegna skorts á tækifærum til að upplifa hana á eigin skinni og takmarkaðs skilnings á mikil- Náttúrufræðingurinn — opinn vettvangur fyrir fræðimenn og almenning Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 3–4, 2023 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.