Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 7
INNGANGUR Vestmannaeyjar eru ungar eldfjallaeyjar sem hafa myndast við gos undir ísaldar- jökli eða í sjó á síðustu 100 þúsund árum.1 Yngst eyjanna er Surtsey (1. mynd) sem varð til í eldgosi sem hófst í nóvember 1963 og stóð fram í júní 1967. Það eru því sextíu ár frá því að saga eyjarinnar hófst og er þessi grein skrifuð í tilefni af því. Síðasta eldgos í Vestmannaeyjum fram til þessa varð hins vegar í Heimaey árið 1973. Þar er miðsvæði eldvirkni í Eyjum og hafa endurtekin gos allt frá ísöld byggt upp eyna. Úteyjarnar hafa myndast eftir ísöld í einu gosi hver líkt og Surtsey. Hrina gosa er talin hafa orðið í Vest- mannaeyjum fyrir 5.000–6.000 árum. Í henni mynduðust Stórhöfði og Helgafell á Heimaey, og Bjarnarey og Elliðaey þar skammt norðaustur af.1 Surtseyjar- gosið varpaði skýru ljósi á eðli neðan- sjávargosanna sem mynduðu úteyjar Vestmannaeyja fyrir þúsundum ára og einnig smærri eyjar undan Reykjanesi.2 Jafnframt hafa rannsóknir í Surtsey eftir að gosi lauk leitt í ljós hve rofgjarnar eyjarnar eru á fyrsta skeiði og hve mikil- væg móbergsmyndun er þeim til við- halds þegar frá líður.3,4 Lífríki Vestmannaeyja er ekki síður áhugavert en jarðfræði þeirra. Haf- svæðið umhverfis Eyjar er frjósamt, ríkt af sjávarlífi og fiskimið þar gjöful.5,6 Mergð sjófugla af mörgum tegundum verpur í eyjunum og hefur mikil áhrif. Langstærstur er stofn lunda (Fraticula arcticus).7 Æðplöntur eru hins vegar fremur fábreyttar í flóru eyjanna, um 170 tegundir, og finnast þær allar í Heimaey með fáeinum undantekn- ingum.8 Varpsvæði sjófugla utan bjarga einkennist af gróskumiklu en fremur tegundasnauðu graslendi. Gróður er hins vegar fjölbreyttari en gróskuminni þar sem áhrif af sjófugli eru lítil.9−11 Við myndun Surtseyjar skapaðist ein- stakt tækifæri til fylgjast með land- námi lífvera og framvindu samfélaga á nýrri ey í norðurhöfum, og þótt víðar væri leitað.12−14 Á líkan hátt og Surtseyjargosið opnaði augu manna fyrir myndun og mótun Vestmannaeyja hefur Surtsey veitt sýn um hvernig lífverur námu land í eyjunum og vistkerfi mótaðist í fyrndinni. Í þessari grein fjöllum við um landnám æðplantna í Surtsey og um framvindu gróðurs og dýralífs. Hverjir voru fyrstu landnemar og hvers vegna? Hvað hefur einkennt landnám seinni ára? Hafa fuglar og jafnvel selir haft áhrif á landnám og framvindu? Hvernig horfir um framtíð Surtseyjar? 1. mynd. Surtsey úr suðri, móbergshæðir, gígar, hraunbreiður og sjávarhamrar. Þéttur gróður í varpi máfa og fýls á syðsta hluta eyjarinnar sker sig úr. - Aerial view of Surtsey from south, palagonite hills, craters, lava shields and sea cliffs. Green areas are affected by breeding seabirds. Ljósm./Photo: Borgþór Magnússon, júlí 2020. Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.