Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 8
RANNSÓKNASVÆÐI
Lega og veðurfar
Surtsey liggur syðst og vestast Vest-
mannaeyja og er hún útvörður Ís-
lands í suðri (1. mynd). Næst henni er
Geirfuglasker í 5 km fjarlægð og þá
Súlnasker öðrum 5 km fjær til land-
norðurs. Til Heimaeyjar eru 18 km og 32
km upp í Landeyjasand. Við goslok var
Surtsey 2,7 km2 að flatarmáli og mesta
hæð yfir sjávarmáli 175 m. Hún var þar
með langstærst úteyja Vestmannaeyja
en næst henni gengur Elliðaey sem er
0,46 km2. Aðrar úteyjar eru aðeins 0,01–
0,32 km2 að flatarmáli.9 Heimaey ber
hins vegar höfuð og herðar yfir aðrar
eyjar í klasanum. Hún var 13,6 km2 að
flatarmáli eftir eldgosið þar árið 1973.15
Mjög hefur gengið á Surtsey vegna
sjávarrofs. Það var mest fyrstu árin en
er enn mikið og stöðugt hin seinni ár.3
Samkvæmt síðustu mælingum, sumarið
2021, var flatarmál eyjarinnar 1,2 km2.
Mest hefur gengið á hraunskjöldinn
á suðurhluta eyjarinnar en einnig á
láglendistangann að norðan. Hann er
gerður úr gosmalarseti og eru þar fjöru-
kambar af lábörðu hnullungagrjóti
sem brimið hefur lagt af sér hlémegin
eyjarinnar. Miðhluti Surtseyjar, hæsti
hluti hennar, eru móbergsbunkarnir
og gígarnir stóru, Surtur og Surtungur,
sunnan undir bunkunum (1. mynd),
en þar hefur minnst breyting orðið
á eynni.3,4
Í Vestmannaeyjum er hafrænt lofts-
lag. Þar er fremur úrkomusamt, milt
og vindasamt. Sjálfvirk veðurstöð var
sett upp í Surtsey árið 2009. Mælingar
tímabilið 2009–2019 sýndu meðalárs-
hitann 6,6°C og ársúrkomu 1.009 mm.
Að meðaltali var tímabil frostleysis,
frá vori til hausts, 199 dagar en regn
mældist 229 daga.16
Rannsóknir og friðun
Það varð uppi fótur og fit þegar Surtseyj-
argosið hófst haustið 1963. Jarðfræðingar
og fréttamenn flugu yfir gosstöðvarnar á
fyrsta degi og á næstu dögum og vikum
var siglt að þeim til að virða þetta undur
betur fyrir sér. Ferðir vísindamanna til
eyjarinnar áttu eftir að verða margar en
fá eldgos og eldfjöll hér á landi hafa verið
rannsökuð jafn ýtarlega. Menn gerðu sér
fljótt grein fyrir mikilvægi hinnar nýju
eyjar fyrir vísindin. Af mikilli framsýni
var hún friðlýst árið 1965 og aðgangur að
henni að mestu takmarkaður við þá sem
þar vinna að rannsóknum og fræðslu.17
Þar skyldi náttúran hafa sinn gang án
röskunar og inngripa mannsins. Sama ár
var Surtseyjarfélagið stofnað af vísinda-
mönnum og öðrum áhugamönnum um
rannsóknir í Surtsey. Félagið starfar enn
í dag og kemur að skipulagningu rann-
sókna í eynni. Á þess vegum hafa þar
2. mynd. Surtsey og staðsetning gróður-
reita. Worldview 2 gervitunglamynd frá 8.
ágúst 2021 (úr myndgrunni Esri, Maxar,
Earthstar Geographics, and the GIS User
Community. – Location of permanent veg-
etation plots (dots and numbers) on Surts-
ey, Worldview 2 image from 8 August
2021 (Source: Esri, Maxar, Earthstar Geo-
graphics, and the GIS User Community).
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Fj
öl
di
te
gu
nd
a
/
N
o.
o
f s
pe
ci
es
80
60
40
20
0
Heildarfjöldi frá 1965 / Cumulative from 1965
Á lífi hvert ár / Alive each year
Náttúrufræðingurinn
8
Ritrýnd grein / Peer reviewed