Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 11
log10+1, en valdar voru sjálfgefnar leiðir forritsins (Euclidean-fjarlægð og Ward-aðferð). Til að fá mynd af breytingum á út- breiðslu tegunda voru reiknuð hlutföll þeirra í reitum árin 2000 og 2020. Til að sýna dæmi um þróun í tegundasam- setningu og þekju æðplantna innan reita voru einnig valdir fjórir reitir utan og innan varpsvæða þar sem mælingar hafa staðið í um þrjá áratugi. NIÐURSTÖÐUR Landnám æðplantna Strandplöntur námu fyrstar æðplantna land í Surtsey. Fjörukál fannst þar á ströndinni 1965 og í kjölfarið fylgdu melgresi (Leymus arenarius), fjöruarfi (Honckenya peploides) og blálilja (Mer- tensia maritima) árin 1966 og 1967a. Fyrstu einstaklingar þessara tegunda fundust einnig upp af sendinni strönd á norðurtanga eyjarinnar. Það leyndi sér ekki að fræ hafði borist sjóleiðina. Landnám þessara tegunda gekk þó ekki áfallalaust því mikil afföll urðu vegna sjógangs að vetri og öskufalls. En aftur skutu nýjar kímplöntur upp kollinum að vori, sem sýndi að aðflutningur fræs með sjó var nokkuð stöðugur. Sumarið 1967 var þessi fyrsti hjalli að baki og ljóst orðið að um varanlegt landnám yrði að ræða.25 Það var fjöruarfi sem lét langmest að sér kveða á fyrstu árum. Hann tók að bera fræ 1971 og breiddist í kjölfarið hratt út um vikurborin svæði.24,35 Sumrin 1969 og 1970 fannst skarfakál (Cochlearia officinalis) og haugarfi (Stellaria media) inni á eynni og bentu vaxtarstaðir og ummerki til að fuglar hefðu borið fræ þeirra til eyjar- innar.25 Tófugras (Cystopteris fragilis) fannst síðan í hraunglufu sumarið 1971. Allar líkur eru á að það hafi vaxið upp af grói sem vindur feykti til eyjarinnar. Þar með var fengin góð vísbending um það eftir hvaða leiðum plöntur bærust til eyjarinnar, þ.e. með sjó, fuglum og vindi. Á fyrsta áratugnum, 1965–1974, fundust alls 12 tegundir æðplantna í Surtsey, en ekki var um varanlegt land- nám að ræða hjá þeim öllum (3. mynd, 1. viðauki). Eftir þetta upphaf landnáms æð- plantna í Surtsey hægði mjög. Á tímabil- inu 1975–1984 fundust einstaklingar af 9 nýjum tegundum í eynni. Ekki voru þær allar komnar til að vera á þeim árum en seinna náðu þær flestar rótfestu í eynni. Tegundum fjölgaði lítið á þessu tímabili (3. mynd). Áratuginn 1985–1994 varð mikil breyting á. Nýr kraftur færðist þá í landnám æðplantna og 20 nýjar tegundir fundust (3. mynd, 1. viðauki). Það sem lá að baki var mikil fjölgun og stóraukið varp sjófugla. Árið 1970 fund- ust fyrstu hreiður fugla í Surtsey. Það voru fýll (Fulmarus glacialis) og teista (Cepphus grylle) sem tóku að verpa í sjávarhömrum. Árið 1974 gerði svart- bakspar (Larus marinus) sér hreiður uppi á eynni og kom upp einum unga. Svartbak fjölgaði hægt næstu árin og voru hreiður hans orðin sex sumarið 1978.25 Árið 1981 tók silfurmáfur (Larus argentatus) einnig að verpa í hrauninu á suðurhluta eyjarinnar. Straumhvörf urðu hins vegar þegar sílamáfur (Larus fuscus) bættist í hópinn árið 1985 og tók að verpa á sama svæði. Honum fjölg- aði ört og árið 1990 voru hreiður hans orðin á annað hundrað, en hreiður svartbaks og silfurmáfs um 60.38 Á 4. mynd. Meðalfjöldi nýrra tegunda æðplantna (landnema) sem fundust á ári í Surtsey eftir tímabilum, árin 1965–2021. – Average number of new vascular plant species per year colonizing Surtsey during different periods from 1965 to 2021. 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 1965–1974 1975–1984 1985–1994 1995–2004 2005–2014 2015–2021 Fj öl di la nd ne m a á ár i / N o. o f c ol on iz er s pe r y ea r Tímabil / Period aHeiti æðplantna skv. skrá Pawels Wascowicz 2020,36 sjá einnig 1. viðauka. Heiti fugla eru skv. skrá Gunnlaugs Péturssonar 2008.37 11 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.