Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 32
12. mynd. Jafndýptarlínur á botn nútímasets (rauðar). Línurnar er dregnar á dýptarkortið til samanburðar. – Contours of depth to the bottom of Recent sediments (red). ógegnsæs sets er hvergi á meira en 2 metra dýpi í setinu, en heildarþykkt nú- tímasets er víða yfir 30 metrum. Þetta gæti bent til þess að holurnar séu mynd- aðar seint á Nútíma (sjá næsta kafla). UMRÆÐA − UPPRUNI HOLNANNA Holurnar í Geirþjófsfirði eru grafnar í set, sem hér er talið vera nútímaset. Í nokkrum endurvarpssniðum, svo sem sniði d á 10. mynd, má sjá lagskiptingu í þessu seti. Lagskiptingin kemur fram sem daufar láréttar línur í sniðunum. Þar sem lagskiptingin mætir holu- vegg skerst hún sundur. Þannig grafast holurnar niður í setið og eru yngri en það. Hvað veldur því að holur grafast í stafla af setlögum á 70 metra dýpi í þröngum og kyrrum firði? Og hvað veldur því að gröfturinn virðist hafa átt sér stað eftir að setið hafði hlaðist upp á botninum? Ljóst virðist að vökvaflæði af ein- hverju tagi komi hér við sögu. En hvers kyns vökva? Erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi á einhverjum tíma, seint á Nútíma, byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins, svo öfluga að þeir gætu borað sig niður í gegnum setið. Slíkir hvirflar hefðu að auki þurft að vera staðbundnir um langt skeið og á mörgum stöðum. Miklu líklegra er að vökvastreymi hafi borist upp í gegnum setið. Slíkt streymi hefði komið fínkorna botns- etinu í sviflausn sem hefði borist burt með straumum, aðallega sjávarfalla- straumum. Streymið hefur þá, auk setsins, fjarlægt ógegnsæja lagið í hol- unum. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt. Hér verður ekki ráðist í hugsanlegar skýringar á vatnsupp- sprettu á mörgum stöðum í miðjum Geirþjófsfirði. Þess má þó geta að heitt vatn finnst á nokkrum stöðum í nágrenninu. Til dæmis finnst það í Dufansdal, og einnig í Reykjarfirði, þar sem það er meðal annars notað í sundlaug. Þá má nefna að við rann- sóknarboranir í kalkþörungasetlög árið 2000 fékkst volgur kjarni af botni í vestanverðum Trostansfirði. Sú staðreynd að umtalsvert magn efnis hefur færst til í holu 4 bendir til þess að kerfið sé virkt. Ástæða hrunsins í og við holuna gæti verið sú að ný uppspretta vökva hafi myndast við brún holunnar sem fyrir var. Sú uppspretta gæti þá hafa gert setið vatnsósa, vökvakennt, og valdið rennsli þess niður í holuna. Hringlaga jaðar hrunsvæðisins gæti hafa orsakast af uppsprettu í miðjum „hringnum“. Hér að framan er leitað að þekktum náttúrulegum öflum sem gætu skýrt myndun holnanna í Geirþjófsfirði. Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu (Þorvaldur Friðriks- son, munnl. uppl.), og því verður ekki full- yrt með algjörri vissu að myndun holn- anna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum. SUMMARY A multibeam survey in 2001 and 2002 by the Marine Research Institute (now: Marine and Freshwater Research In- stitute) revealed, among other things, large holes in the bottom sediments in Geirþjófsfjörður, a small fjord within Arnarfjörður, NW Iceland. This discov- ery led the Icelandic Diving Service, in November and December 2022, to make a further study of the area, using a multi- beam sounder and a seismic profiler. Náttúrufræðingurinn 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.