Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 35
INNGANGUR Veggjalús (Cimex lectularius) er blóð- sjúgandi skordýr sem eingöngu lifir á blóði. Hún er sólgin í mannablóð en sýgur einnig blóð úr til dæmis hundum, köttum, nagdýrum og hænsnum.1,2 Fyrr á tímum áttu veggjalýs gjarnan athvarf inni í rifum eða sprungum ofan við rúmbálka heimilisfólks. Nú á tímum eru veggir yfirleitt sléttir og glufu- lausir þannig að veggjalýsnar halda sig að mestu leyti í rúmunum sjálfum. Stundum leita þær líka athvarfs undir gólflistum, í umbúnaði mynda á veggjum eða jafnvel inni í rafmagnsdósum. Mörg tilfelli eru þekkt um veggjalýs sem hafa flutt sig milli hæða eftir rafmagnsrörum. Fyrir kunnuga tekur sjaldnast langan tíma að finna ummerki um veggjalýs. Þegar að er gáð má greina felustaðina á því að svæðið í kring er þakið litlum, dökkum blettum sem myndast þar sem dýrin hægja sér og blóðrauðinn nær að þorna.3,4 Margir kannast líka við sérs- taka stingandi lykt sem veggjalýs gefa frá sér. Dýrin hafa kirtla á kviðnum sem seyta daunillum vökva í varnarskyni þegar á þær er ráðist. Oft má greina blóðpunkta á rúmfötum eftir veisluhöld næturinnar. Kveiki menn ljós að nóttu til má stundum koma auga á veggjalýs sem hætta strax að sjúga og hraða sér í felur.1−3 Í þessari samantekt verða lifnaðar- hættir og saga veggjalúsarinnar á Íslandi rakin í grófum dráttum. Sagt verður frá landnámi, stiklað á útbreiðslusögu og lýst aðferðum sem beitt hefur verið til að halda þessum óvinsæla rekkjunauti þjóðarinnar í skefjum. LÝS OG EKKI LÝS Hér á landi eru ýmis skordýr (Insecta) og raunar líka áttfætlur (Acarina) kall- aðar -lús í seinni lið samsetts heitis5 þótt dýrafræðingar kjósi að nota lúsarhug- takið einvörðungu um soglýs eða nag- lýs (Anoplura og Mallophaga). Saman mynda þessir hópar lúsaættbálkinn Phthiraptera, einn 27 ættbálka skor- dýranna.1,2 Soglýsnar lifa á blóði (höf- uðlúsin (Pediculus humanus capitis) og flatlúsin (Pthirius pubis) eru soglýs) en naglýsnar lifa á próteinum, annaðhvort á hárum spendýra (t.d. hrossanaglúsin (Werneckiella equi)) eða fiðri (t.d. hænsnalúsin (Goniocodes gallinae)).1 Allar þessar tegundir eru sem sagt eigin- legar lýs. Að nota orðið lús um veggjalúsina fellur ekki að þessari nafngiftafræði því veggjalúsin er ekki lús heldur skortíta. Skortíturnar tilheyra ættbálki skordýra sem nefnist Hemiptera.1,2 Enska heitið, bed bug, tengist rúmum þar sem oftast verður vart við veggjalúsina. Kórrétt væri því að nefna veggjalúsina ,rúm- títu‘ en þar sem veggjalúsarheitið hefur öðlast tryggan sess í máli landsmanna verður nafnbreyting ekki lögð til að svo komnu máli. Nokkrar aðrar lífverur bera lúsar- nafnbótina með röngu í íslensku. Þannig er til dæmis farið um blóðsjúgandi mítil sem áður gekk undir heitinu lundalús 1. mynd. Veggjalús (Cimex lectularious). Lengd 4 mm. − Bed bug (Cimex lectularius). Length 4 mm. Ljósm./Photo: Piotr Naskrecki. 35 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.