Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 42
hitastig sem fer yfir 50°C, og tau má hita í þurrkara fari hitinn upp fyrir 50°C. Framleiddir hafa verið færan- legir hitaklefar sem viðhalda þessu hitastigi og er hentugt að stinga í þá ýmsum munum sem þola 50°C hita án þess að skemmast.2,3 Brennheit gufa er stundum notuð til að drepa veggjalýs, en gæta verður að því að gufustrókurinn sé ekki svo sterkur að egg og ungviði þyrlist upp og lendi á stöðum þar sem það lifir áfram. Hægt er að stinga hlutum sem þola að blotna inn í gufubað sem kynt er upp fyrir 50°C.2,3 Kælimeðferð byggist á því að drepa veggjalýs í frosti. Frysting í kistum eða klefum drepur veggjalús fari frostið niður í -18°C í að minnsta kosti 10 klukkustundir. Best er að hafa það sem frysta skal í loftþéttum umbúðum. Kælimeðhöndlun með þurrís (fljót- andi CO2 sem er haft í þrýstikút) hefur einnig gefið allgóða raun. Efninu er þá sprautað með sérstökum búnaði á staði þar sem dýrið leynist. Þurrísinn gufar upp við -79°C og þessi skyndi- legi kuldi drepur egg jafnt sem gyðlur og fullorðin dýr. Sambærileg aðferð er að nota fljótandi köfnunarefni (N) sem sýður við -179°C.2,3 Notkun skordýraeiturs hefur verið algengasta leiðin til að útrýma veggjalús á undanförnum áratugum en sá böggull fylgir skammrifi að dýrin mynda mót- stöðu gegn sumum þessara eiturefna þannig að árangursríkast er talið að beita ýmsum mismunandi aðferðum við útrýmingaraðgerðirnar (sjá Inn- skotskafla C). SUMMARY The bed bug’s (Cimex lectularius) history in Iceland Bed bug (Cimex lectularius) is an insect that sucks blood from humans and several mammalian and bird species, e.g. dogs, cats and poultry. Norwegian whalers that moved to Framnes in Dýrafjörður in 1893 were probably first to bring bed bugs to Iceland. Earlier records of bed bugs in the country are unknown. Five years later (1898) bed bugs had spread from the whale station to the neigh- bouring farm. In the following years and decades bed bugs spread further along in the country, first in the neighbourhood of Framnes, later in the capital area. Actually, in the 1930s, bed bugs had been reported from all parts of Ice- land. They commonly hitchhiked to new places in suitcases, used furniture and in clothing. In certain cases, sail- ors arriving from abroad brought bed bugs to their homes. The occurrence and distribution of bed bugs in Iceland peaked in the mid-1940s. However, as soon as DDT became available, and this new effective insecticide became systematically used to fight the pest, bed bugs could be rapidly eradicated in human residences. The use of DDT in Iceland was banned in 1996. The last confirmed case in the 1970s was de- tected on a poultry farm in the capital area. In the 1980s, bed bugs began to emerge again. Around 2004, pest con- trollers in the capital area dealt with some 10 bed bug cases annually. Two decades later (2023) these numbers are believed to have increased to sev- eral hundred per year, and they are now spotted in all parts of Iceland. Most fre- quently, bed bugs are detected in hotels, guesthouses, Airbnb flats and in rooms of migrant workers or immigrants. Veggjalús (Cimex lectularious). − Bed bug (Cimex lectularius). Ljósm./Photo: Adobe Stock Náttúrufræðingurinn 42 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.