Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 47
Íslenski melrakkinn – annar hluti Takmarkandi og stýrandi áhrifaþættir íslenska refastofnsins, fæða og tímgun Ester Rut Unnsteinsdóttir Í FYRSTA HLUTA greinaflokksins um íslenska melrakk- ann var fjallað um stofnbreytingar, veiðar og verndun. Farið var yfir lagalega stöðu tegundarinnar hér á landi og sagt frá því hvernig vöktun íslenska refastofnsins fer fram. Sagt var frá því hvernig vöktun refastofnsins er byggð á samstarfi í veiðum og vísindum og hversu hagnýt þau langtímagögn sem hafa safnast á þeim vettvangi eru til rannsókna á tímum mikilla breytinga á norðurslóðum undanfarna áratugi. Í þessum hluta er fjallað um það hvaða áhrif fæðuframboð og breytingar í bráðarstofnum hafa haft á viðkomu og stofnbreytingar íslenskra refa undanfarna áratugi. Öfugt við það sem þekkt er erlendis er engan breytileika að finna í frjósemi íslenskra refalæðna. Fjölgun í refastofninum er því ekki hægt að skýra með breytileika í frjósemi, heldur er það hlutfall kynþroska einstaklinga sem tekur þátt í tímgun hverju sinni sem máli skiptir. Viðkoman hefur takmarkast af burðargetu landsins hverju sinni og er fyrst og fremst háð fæðuframboði, sem hefur tekið breytingum við hlýnandi veðurfar undanfarna áratugi. Íslenski melrakkinn hefur sérstöðu vegna einangrunar sinnar frá öðrum stofnum tegundarinnar en viðbrögð hans við breytingum í veðurfari og fæðuskilyrðum geta sagt til um afdrif tegundarinnar á öðrum búsvæðum norðurslóða á tímum hnattrænnar hlýnunar. Refur kemur heim á greni í kvöldsólinni með spörfuglsunga í kjaftinum. – Father fox comes home to the den at sunset. Ljósmynd / Photo: Einar Guðmann. 47 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.