Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 53
Mökun fer yfirleitt fram í seinnihluta marsmánaðar og flestar læður gjóta um miðjan maí. Yrðlingarnir fæðast blindir og ósjálfbjarga en eru farnir á stjá utan grenisins um fjögurra vikna gamlir.34 Þeir eru vandir af spena um sjö vikna gamlir39 en eftir það er erfiðara að telja yrðlinga á grenjum (eða vinna grenin). Mest veiðist af yrðlingum í kringum 20. júní, sam- kvæmt gögnum úr vöktun íslenska refastofnsins. Þá eru yrðlingar að jafnaði 5 +/- 2,7 vikna gamlir (miðað við að þeir séu fæddir 15. maí). komast á legg, óháð því hversu stórt gotið var í upphafi sumars. Í Horn- vík fækkaði einmitt yrðlingunum í þessum stóru gotum yfir sumarið og álíka fjöldi komst á legg og árin á undan (Ester Rut Unnsteinsdóttir, óbirt gögn). Hvalrekaáhrif geta einnig orðið til þess að þeir yrðlingar komast á legg sem fæddir eru á löku óðali þar sem allajafna er lítið um fæðu. Þannig hefur viðbótarfæða tímabundin áhrif á burðargetu svæðisins og gæði óðals- ins. Þetta gerðist til dæmis í Hornvík árið 2021 þegar sex hausar af ferskum steinbít, um 700 grömm hver, fundust við greni þar sem yfirleitt hefur gengið illa að koma yrðlingum á legg. Af sex yrðlingum lifðu fjórir til sumarloka og munaði þá líklega mikið um þessa viðbótarfæðu á þeim tíma sem læðan var bundin við grenið og yrðlingarnir enn á spena.33 Víða erlendis er lagt mat á frjósemi refa með því að heimsækja greni (eða setja þar sjálfvirkar myndavélar) og telja yrðlinga sem sjást útivið.5 Á Ís- landi eru aðstæður sérstakar því hér hefur grenjavinnsla verið stunduð lengi og hefur verið haldið utan um skráningu veiðigagna frá stofnun veiðistjóraembættisins árið 1958.9 Þótt yrðlingar sem þar eru skráðir á grenjum hafi verið drepnir má nota tölur um fjölda yrðlinga sem veiðast á hverju greni sem vísitölu á gotstærð. Í þessari grein er gotstærð skilgreind sem fjöldi yrðlinga sem finnst við hvert greni við grenjavinnslu eða við athuganir á ábúð og gotstærð á grenjatíma (sjá rammagrein). Samkvæmt veiðigögnum frá öllu landinu á tímabilinu 1958−1982 var meðalgotstærð úr 309 unnum grenjum 4,2 yrðlingar (±1,53 SD) veiddir á greni.34 Refastofninn var í vexti á ár- unum 1980−2007 og var meðalgot- stærðin þá 4,4 (±1,65 SD) sé miðað við fjölda veiddra yrðlinga á 1.573 grenjum. Árin þar á eftir (2008−2021) féll stofn- inn og rétti síðan aftur úr sér en á því tímabili var meðalfjöldi yrðlinga sem skráðir voru með innsendum læðum af 309 grenjum 4,3 (±1,64 SD) samkvæmt gögnum frá vöktun refastofnsins. Frá því vöktun refa hófst í friðlandi Horn- stranda árið 1999 hefur gotstærð á því svæði verið metin 4−6 yrðlingar að jafn- aði en hefur lækkað niður í 4−5 undan- farin 5−6 ár.23,25 Í frásögnum Jóns frá Ljárskógum frá 192210 og í bók Theodórs Gunnlaugssonar frá 195311 kemur fram að algengt var að 4 yrðlingar veiddust á grenjum (3−4 í sumum frásögnum og 4−5 í öðrum). Virðist gotstærð íslenskra refa því ekki hafa tekið breytingum að ráði alla síðustu öld. Að minnsta kosti er gotstærðin þegar veiðar voru skráðar árið 1958 nánast sú sama og hún er nú. Er þetta afar sérstætt og óvenjulegt á heimsvísu þar sem tegundin er þekkt fyrir miklar sveiflur í gotstærð. Hér hefur verið vísað í tölur frá grenja- vinnslu og í vettvangsrannsóknir, sem Mórauður yrðlingur með nýdauðan fýl (Fulmarus glacialis) í kjaftinum. – Arctic fox cub with a newly killed fulmar (Fulmarus glacialis) in its mouth. Ljósmynd / Photo: Einar Guðmann. 53 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.