Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 71
Aldrovandi (1522−1605) var einn fyrsti og öflugasti safnarinn og átti óhemju- mikið furðugripasafn. Hann hefur stundum verið kallaður faðir nútíma náttúrufræða. Á sjónsviði Íslendinga var Ole Worm (1588−1654) ötulastur.2 Hann var lengst af prófessor í læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla en sinnti einnig rúnalist og fornum fræðum. Safn hans var mikið að vöxtum og fjölbreytt og hann gaf út yfir það voldugt registur með vísindaívafi. Honum auðnaðist að sjá lokapróförk þess rétt áður en hann dó úr skæðri drepsótt árið 1654, en ritið kom út 1655. Gísla er tíðrætt um Worm og á bls. 14 í bók hans er mynd Worms af geirfugli sem hann hélt um hríð sem gæludýr.3 Fall uppreisnarenglanna, voldug mynd málarans Pieters Bruegel eldra (um 1525− 1569) frá árinu 1562, er í raun annars konar furðugripasafn sem speglar hvörf sem voru í gerjun. Furðukamesin voru öðrum þræði leið til að birta fjölbreytn- ina í sköpunarverki Guðs en um leið liður í að ná tökum á náttúrunni. Þar voru jöfnum höndum furðuverk nátt- úru og handverks og litið var á heim- inn sem eitt risastórt leikhús. Gripasafn Aldrovandis var til að mynda kallað Theatrum Naturae. Titillinn á landa- bréfabók vinar og samstarfsmanns Bru- egels, Abrahams Ortelíusar (1527−1598), Theatrum Orbis Terrarum, undirstrikar þetta. Frægt Íslandskort sem eignað er Guðbrandi biskup Þorlákssyni er að finna í einni af síðari útgáfum bók- arinnar og þar svamla ýmis furðudýr í sjónum umhverfis landið. Í framsetningu Bruegels er leikið á mörkum hins þekkta veruleika og fantasíu. Snilldarvel málaðar myndir af fljúgandi englum reka flóttann þegar Satan steypist niður í víti ásamt ótölu- legu djöflahyski sínu. Djöflarnir eru í líki dýra sem oft eru sýnd sem blendingar eða furðumyndir þekktra dýra. Nýi heimurinn birtist í búningi eins eng- ilsins sem rekur flótta djöflahersins, neðarlega til hægri. Hann er klæddur rauðri brynju sem greinilega líkist brynju beltisdýrsins. Í horninu neðst til vinstri er letidýr og neðst vinstra megin við miðju, undir tveim djöflum í fiska- líki, sést fjaðraskraut sem minnir á am- eríska indjána. Um þessar mundir voru málarar komnir í þjónustu náttúrufræða í reifum, háþróuð tækni þeirra dugði vel til að sýna sköpulag dýra í smáatriðum og til eru málverk af dýrum eftir Bruegel og aðra málara. Sá myndheimur birtist líka í ritum helstu náttúrufræðinga á 16. öld, Aldrovandis, Conrads Gessners (1516−1565), Pierres Belons (1517−1564) og Guillaumes Rondelets (1507−1566).4 Rannsóknir á náttúrunni þróuðust hratt, ekki síst á Ítalíu, að nokkru leyti fyrir áhrif Aldrovandis. Merkasta stofnunin hét Akademía gaupuaugans (Accademia dei Lincei), og vísar nafnið til þess að gaupan var talin hafa hvassari sjón en aðrar dýrategundir. Stofnandi hennar var Federico Cesi (1585−1630), vinur og stuðningsmaður Galileos Galileis (1564−1642) sem var líka meðal félaga. Afrakstur þessarar akademíu, sem má kalla fyrstu náttúrufræðistofnun Evrópu, eru meðal annars um 2.700 myndir af dýrum og jurtum sem teikn- aðar voru af fágætri list. Safnið er kallað Pappírssafnið (þar var fleira en myndir úr lífríkinu) og kennt við Cassiano dal Pozzo (1588−1657), aðalsmann í þjón- ustu kirkjunnar, og ástríðusafnara. Myndirnar voru málaðar í vísindaskyni að hans frumkvæði. Málarinn sem gerði flestar myndirnar var Vincenzo Le- onardi (um 1590−1646). Cassiano var mikill vinur Federicos Cesis og gekk í Akademíu gaupuaugans árið 1622.5,6 Smásjáin var fundin upp á 17. öld og margar myndir í Pappírssafninu voru gerðar með aðstoð smásjár. Þannig fóru saman tækniframfarir og nýstár- leg raunhyggja. Smálæna af þessum nýju straumum virðist hafa borist alla leið til Íslands því litlu síðar fór Jón Guðmundsson lærði (1574−1658) að rýna í dýr og jurtir og teikna. Hann var „hnýsinn, minnugur, margfróður og vel hagur, málaði dýr og fugla og lönd. Ísland af honum afrissað var á Academísins biblioteki í Kaupinhafn,“ segir séra Jón Halldórsson í Hítardal um Jón lærða sex til sjö áratugum eftir að hann var allur.7 Myndir af hvölum og fáeinum sjávardýrum sem hann teikn- aði eru varðveittar í tveim handritum en vísbendingar eru um að hann hafi líka teiknað jurtir.8,9,10 Til eru örfáar myndir af fáeinum hvalategundum í evrópskum náttúrufræðiritum frá 16. og 17. öld en sumar hvalamyndir Jóns eru líklega elstu varðveittu raunsæis- legu myndir sem til eru í heiminum af hvölum þar sem tegundir eru skýrt að- greindar. Og Jón rannsakaði landdýrin líka. Hann krufði hrafnshöfuð, líklega árið 1630, en fann ekki nema sjö af þeim níu heilabúum sem áttu að vera í höfð- inu.11,10 Krufningar hafa verið stundaðar Sjöhöfði Gessners. 71

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.