Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 73

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 73
varð um leið brotakennd. Sérþekking einskorðaðist við þröng svið; þekking á hinu einstaka þróaðist hratt en heildar- samhengið sat á hakanum. Þessi nálgun varð ráðandi þótt önnur heildrænni og virkari viðhorf hafi löngum verið á kreiki. Ekki urðu verulegar breytingar á þessari afstöðu fyrr en með vexti og við- gangi vistfræðinnar. Náttúrufræðin spratt úr víxlverkandi heimi lista, þekkingar og tækniframfara. Sá heimspekingur sem helst andæfði hugmyndum Descartes og Bacons var einn merkasti hugsuður sögunnar, Bar- uch Spinoza (1632−1677), og hugmyndir hans hafa verið mikilvægur innblástur viðhorfsbreytinga undanfarna áratugi. Hann var sjónglerjaslípari að atvinnu og það er kaldhæðnislegt að líklega varð tækniþróunin honum að aldurtila. Hann dó langt fyrir aldur fram úr lungnasjúk- dómi, hugsanlega af völdum glersallans. Spinoza aðhylltist vélhyggju að nokkru marki, taldi föst lögmál að baki náttúru- ferlunum en áleit það hins vegar langt utan mannlegrar seilingar að ná tökum á fjölbreytninni. Þannig dró hann upp aðra mynd en vélræna náttúru- drottnun og lagði í raun Guð og náttúr- una að jöfnu. Það sem hér hefur verið rakið er öðrum þræði forsaga Geirfuglssögunnar og aldauðans.12 Bók Gísla er einmitt dra- mað þar sem einum þræði lýkur endan- lega og aldauði verður þema, hugmynd sem var að verða mönnum ljós en samt svo þversagnakennd að allir fugla- fræðingar voru að hugsa um að krækja í síðasta geirfuglinn í stað þess að huga að verndun. Með öðrum orðum: Meðan síðustu geirfuglarnir busluðu í sjónum og kjöguðu á klettasyllum fóru fugla- fræðingar og fuglaáhugamenn af stað og reyndu að drepa þá, handsama ein- tök (sem einmitt er hlutgerandi hug- tak) til að stoppa upp og taka úr sýni. Hugmyndir um djúpa alvöru aldauðans og mikilvægi vistkerfa og lífbreytileika voru ekki komnar til sögu. Þetta er lokakafli hinnar stórfelldu og hlutger- andi söfnunarhefðar. Að því leyti má líta á makalaust furðukames nútíma- mannsins Errols Fullers sem eins konar minjasafn um gengna hefð, enda safnar hann heimildum og dauðum minjum og vinnur úr þeim efnivið en er ekki að eltast við síðustu „eintök“ lifandi fugla eða dýra. Tónn Gísla er mildur en undir yfir- borðinu leynist alvarlegur boðskapur, stundum úr óvæntum áttum. Hann rifjar upp umfjöllun Nóbelshöfundarins Johns Maxwells Coetzees um frásögn Nóbelshöfundarins Alberts Camus af því þegar hann horfði á hænu höggna í bakgarði ömmu sinnar. Það sat svo í honum að á fullorðinsárum skrifaði hann öfluga gagnrýni á aftökur með fallöxi, sem stuðlaði að því að dauða- refsingar voru að lokum slegnar af í Frakklandi. Þannig talaði hænan, segir Coetzee, og Gísli segir: „Hver getur þá sagt að síðustu geirfuglarnir hafi ekki talað?“ (bls. 13) Þetta er í raun kjarni bókarinnar, varnaðarorð gagnvart aldauða. Síðan segir Gísli í umfjöllun um sorgarvið- brögð lífvera og skort á „flugleiðum“ eða „sundleiðum“ undan útrýmingunni að manneskjan verði að hugsa sinn gang: „Vandséð er hvernig unnt er að sporna gegn hamfarahlýnun og alls- herjar aldauða án þess að gera róttækar breytingar á lífsháttum manna, án alls- herjar uppstokkunar á fjármálum, hag- kerfi og samskiptum.“ (bls. 37) Æ oftar er bent á að kapítalisminn sé kominn á leiðarenda, hagvaxtarhyggja og önnur „lögmál“ hans gangi ekki upp. Það er uppstokkunin sem Gísli nefnir. Hann kemur víða að þessu, til dæmis með því að tengja aldauða við þrælahald, sem leiðir hugann að því að jöfnuður í mannlegu samfélagi er lykilatriði við að draga úr kapítalísku ofurvaldi. Oft er litið á kapítalismann sem meginrót aldauðans, enda er saga hans um margt samofin þeirri vísinda- sögu sem hér er stiklað á. Menningar- fræðingurinn Ashley Dawson hefur rakið þá sögu einkar skýrt í litlu kveri sem heitir einfaldlega Extinction: A Rad- ical history. Þar er drepið á það að þegar í elsta varðveitta stórvirki bókmenntanna, Gilgameskviðu, er fengist við eyðingu vistkerfis og afleiðingar hennar, þegar Gilgames felldi Húmbaba, verndaranda heilagra sedrusskóga í Líbanon.13,14 Vaxtar- og hagvaxtarkrafa kapítalism- ans er einatt sett ofar öðru gildismati. Sú nýtingarhugmynd sem veður tillitslaust „Geirfuglar í mistri“. Eitt af geirfuglaverk- um Errols Fullers. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.