Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 84

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 84
gjafanna. Það er einkar hvetjandi að sækja þessa fundi, að sögn Gróu, og þeir eru frábær leið til að sækja innblástur fyrir Flóruvini. Starf norrænu félaganna er misöflugt og má nefna að flestir fundargestir voru starfsmenn félaganna, sem hafa það fyrir sitt aðalstarf að vinna að markmiðum félaga sinna. Andinn á þessum fundum er alltaf mjög góður og þar má finna fyrir miklum stuðningi við okkur sem minna bakland höfum í þessum efnum, þ.e. Finna og Íslendinga. Í ár greiddi stjórn HÍN ferðakostnað fulltrúa síns. SAMSTARF VIÐ NÁTTÚRUMINJASAFN ÍSLANDS Náttúruminjasafn Íslands var stofnsett með lögum árið 2007 en rætur þess má rekja aftur til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað. Fyrsta áratuginn eftir setningu laganna var safnið lítið meira en nafnið og starfsemin var nán- ast engin nema barátta fyrir tilvist þess. Félagið var áberandi í baráttunni fyrir uppbyggingu safnsins, bæði með beinni þátt- töku stjórnar á fundum með ráðamönnum, samþykkt álykt- ana og hvatningu yfirvalda til dáða. Í ríflega 133 ár hefur það verið helsta markmið félagsins að koma á fót „veglegu nátt- úrugripasafni sem gagnist landi og þjóð“. Nafn félagsins og hin langa baráttusaga þess fyrir safninu kemur fyrir í nánast öllum texta og umfjöllun þegar málefni safnsins ber á góma. Enda er ekki annað hægt og sögunnar vegna eru félagið og safnið tengd nánum böndum. Undanfarin ár hefur orðið mikil umbylting. Safnið hefur blómstrað, í senn hvað varðar glæsi- lega sýningu þess um vatnið í Perlunni, frábært starfsfólk og framtíðarhúsnæði á Nesinu. Þar sem HÍN á svo stóran hlut í sögu og baráttunni fyrir uppbyggu safnsins, væri eðlilegt að félagið ætti aðild að starfsemi þess, í formi þátttöku í nefnd og/eða fagráði. Útgáfa Náttúrufræðingsins er eitt helsta samstarfsverk- efni HÍN og NMSÍ. Hún er kostuð til helminga af félaginu og safninu samkvæmt samningi sem undirritaður var árið 2014 og endurskoðaður í desember 2021. Margrét Rósa Jochums- dóttir var ráðin í ársbyrjun 2022 sem ritstjóri Náttúru- fræðingsins, bæði prentútgáfu og vefriti tímaritsins. Margrét hefur staðið sig vel á þessu fyrsta ári í starfi og sést það best á að tímaritið kom út á réttum tíma auk þess sem vefritið mun nú loks verða opnað, eftir töluverða þrautagöngu við undir- búning þess. Safnið tilnefndi jafnframt fulltrúa í ritstjórn, Ragnhildi Guðmundsdóttur. Merking tímaritsins hefur verið mikið rædd innan stjórnar HÍN og við forstöðumann NMSÍ. Þrátt fyrir að tímaritið sé gefið út á kostnað beggja aðila er brýnt að því sé haldið til haga að Náttúrufræðingurinn er áfram tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fram hefur komið að útgáfan hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila í gegnum tíð- ina sem tilteknir eru framan á kápunni og að innan, fremst og aftast. Sú stjórn sem tekur nú við eftir þennan aðalfund ætti að gæta að þessu og finna til mikillar ábyrgðar í þessu máli, sem kjörnir fulltrúar félagsins. LOKAORÐ Starf félagsins var með ágætum á síðastliðnu starfsári þrátt fyrir heimsfaraldur. Stjórn vann vel saman og fór meðal annars yfir hvernig best yrði staðið að utanumhaldi fjármála og félagatals. Viðsnúningur hefur orðið á fjárhag félagsins, sem var rekið með tapi árið áður. Útgáfa Náttúrufræðings- ins er eitt merkasta, dýrmætasta og mikilvægasta langtíma- verkefni HÍN. Hvergi annars staðar hefur verið birt jafn fjölbreytt og vandað efni um náttúru Íslands í svo langan tíma og á svo góðri íslensku. Vefútgáfa Náttúrufræðingsins, sem hleypt verður af stokkunum á þessum aðalfundi, hefur verið umfangsmesta viðfangsefni stjórnarinnar undanfarin ár. Útgáfa tímaritsins á vef er lykilatriði í þeirri vegferð sem framundan er við eflingu félagsins. Nú er brýnt að koma þeirri hvatningu á framfæri að sem flestir taki þátt í stuðningi við þetta merka og mikilvæga félag og útgáfustarfsemi þess. Markmiðin eru göfug, því félagið er rekið sem óhagnaðar- drifin eða arðsóknarlaus sjálfboðasamtök í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Því öflugra sem félagið er, þeim mun meira getur það lagt af mörkum, aukið þekkingu og áhuga almenn- ings á náttúrufræði og stutt við bakið á Náttúruminjasafni Íslands. Bæði fjárhagur félagsins og sjálfstæði þess hafa oft verið rædd innan stjórnar. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að treysta á frjáls félagasamtök til stuðnings opinberum stofnunum. Í því samhengi má benda á ýmis félög sem hafa fjármagnað tækjakaup og tryggt starfsemi í sjúkraflutn- ingum, heilbrigðisþjónustu, krabbameinsrannsóknum o.m.fl. Í stjórn HÍN hefur verið rædd sú hugmynd að félagið fái stuðning frá hinu opinbera til að veita opinn aðgang á sama hátt og stofnanir fá fjárstuðning til að kaupa opinn aðgang að fræðigreinum fyrir starfsfólk sitt. Yfirvöld á Íslandi þurfa að vera meðvituð um nauðsyn þess að halda áfram að tryggja starfsemi félagsins og útgáfu Náttúrufræðingsins, bæði á vef og á prenti. Það verður verkefni nýrrar stjórnar að taka við boltanum og halda áfram þeirri vegferð. Ég hef nú gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið í átta ár, þar af þrjú ár sem gjaldkeri og fimm ár sem formaður. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími og verkefnin breytileg. Mitt helsta markmið var að Náttúrufræðingurinn kæmi út á raf- rænum miðli og nú er þeim áfanga náð. Það er því komið að leiðarlokum hjá mér. Ég vil þakka samstjórnendum mínum á þessum tíma fyrir frábært samstarf og óska þeim sem áfram sitja, auk þeirra sem hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu, velfarnaðar og farsældar í störfum sínum. Við sem látum nú af trúnaðarstörfum fyrir félagið höldum ótrauð áfram í baklandinu og hvetjum alla til að ganga til liðs við félagið og sinna því af þeirri elju og alúð sem þessi öldungur á skilið. HÍN lengi lifi! f.h. stjórnar Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður Náttúrufræðingurinn 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.