Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 7
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 7 Rannsóknasjóður / FRÉTTIR Rannsóknasjóður KÍ hefur fest sig vel í sessi og á næstu vorönn verða sjö milljónir króna til úthlutunar. Fjöldi umsókna hefur verið mismikill eftir árum en alls hafa 26 rannsóknarverkefni hlotið styrk úr sjóðnum. Vert að vekja athygli félagsfólks á sjóðnum svo hægt sé að undirbúa umsóknir og verkefni tímanlega. Frestur til að skila inn umsókn hefur jafnan verið í apríl en nú stendur til að flýta þeirri dagsetningu og óska eftir skilum 10. mars. Næsta úthlutun verður sú sjötta frá stofnun sjóðsins. Stjórn Rannsóknasjóðs mun kynna áherslusvið næstu úthlutunar 5. janúar næstkomandi. Í reglum sjóðsins segir að rannsóknir skuli beinast að daglegum störfum félagsmanna, nýjum við- fangsefnum og starfsaðferðum og breytilegu hlutverki menntunar. Verkefnin sem hafa verið styrkt hafa frá upphafi verið afar fjölbreytt og áhugaverð. Félagsfólk er hvatt til að kynna sér Rannsóknasjóðinn og regluverkið sem unnið er eftir á vefsíðu Kennarasambands- ins. Úthlutun er áætluð 15. apríl. Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði KÍ árið 2023:  X Upplifun nemenda af námi í kvöld- skóla VMA  X Þróun kennsluhátta í Reykholtsskóla í kjölfar spjaldtölvunotkunar í skólastarfi  X Hvað eru verðug verkefni fyrir nemendur í framhaldsskóla?  X Könnun á hvernig fordómar birtast í garð hinsegin nemenda Rannsóknasjóður beinir því til umsækjenda að fjalla um dagleg störf kennara og stjórnenda, ný viðfangsefni og hlutverk menntunar. Úthlutun næsta árs undirbúin: 26 rannsóknarverkefni hafa hlotið styrk úr Rannsókna- sjóði KÍ Viltu gerast félagi í FKE? Kennari sem fer á eftirlaun verður ekki sjálfkrafa félagi í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE), heldur þarf hann að sækja sérstaklega um það. Sótt er um aðild á vefsíðu KÍ, www.ki.is, með því að ýta á umslagið neðst til hægri á forsíðunni. Þar er skráningarform sem þarf að fylla út og velja málaflokk- inn félagsaðild að FKE. FKE er með um 2.200 félags- menn. Starfsemi félagsins er lífleg og er efnt til margs konar viðburða á ári hverju. Vefsíðu FKE er að finna á þessari slóð: fke.is/. Kennarasamband Íslands ætlar að leggja þjónustukönnun fyrir félagsfólk á nýju ári. Könnunin, sem unnin er í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, verður borin undir úrtak úr hópi rúmlega 11.300 félagsmanna KÍ snemma árs 2024. Markmið könnunarinnar er að skoða viðhorf félagsfólks til ýmissa mála sem tengjast kennarastarfinu og starfsemi Kennarasambandsins. Vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir á vordögum næsta árs. Vinnuumhverfis- nefnd segir ... Vinnuumhverfisnefnd bendir á að á vef KÍ má finna drög að viðbrögðum við ýmsum atvikum sem hent geta kennara. Um ræðir samskiptavanda, kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og vinnuslys en einnig má finna viðbragðsáætlun vegna breytinga- skeiðs kvenna. Allir sem fæðst hafa með kvenkyns æxlunarfæri geta farið á hið alræmda breytingaskeið en með réttum viðbrögðum, læknis- heimsókn og breytingum í vinnu- umhverfi má minnka einkenni þess mjög mikið og koma jafnvel í veg fyrir langvinna erfiðleika sem leitt geta til langtímaveikinda. Vinnuumhverfisnefnd hvetur alla til að lesa upplýsingarnar. Upplýsingar eru auðfundnar á vef KÍ, undir hatti kennarastarfs- ins. Ertu með hugmynd? Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöll- unarefni sem tengist skóla- og menntamálum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er utgafa@ki.is. Þjónustu könnun í undirbúningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.