Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 KENNARASAMBANDIÐ / Hringferð S endinefnd KÍ var boðið í heimsókn í leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þegar Hringferðalangarnir voru staddir fyrir vestan. Kristín Gísladóttir skólastjóri tók vel á móti nefndinni og fór yfir hugmyndafræðina sem starfað er eftir í skólanum; hugmyndir jákvæðrar sálfræði og kenningar Mihaly Csikszentmihalyi um flæði. Þar er ekki unnið eftir „klukkunni“ heldur starfað eftir opnu dagskipulagi sem þýðir að börnin hafa áhrif á daginn sjálf, ráða því hvaða viðfangsefni þau velja sér og hversu lengi þau eru á hverjum stað, eins og útskýrt er á heimasíðu skólans. Leikskólastarfið hvati fyrir námið Á Uglukletti hitti Skólavarðan fyrir Dröfn Traustadóttur, kennara og deildarstjóra yngstu deildar, Skessu- horns. Dröfn, sem hefur starfað í 16 ár við skólann, fór óhefðbundna leið að kennarastarfinu. Eftir um sex ár í starfi ákvað hún að fara í nám með starfinu, þá 43 ára. „Ég byrjaði bara á núlli fyrir tíu árum. Fer í menntaskólann til að vinna mér inn einingar; fer svo í leikskólalið- ann; og fer svo í raunfærnimat og fæ einingar þar líka þannig að þá kemst ég inn í háskólann,“ útskýrir Dröfn. Átta árum eftir að hún hóf námið var Dröfn útskrifuð með B.Ed. og M.T. í leikskólakennarafræðum. Og hún er hvergi nærri hætt, heldur er nú nemi í viðbótardiplómu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Augun opnast í náminu Hún segir margt hafa breyst og vera öðruvísi við kennsluna fyrir og eftir menntun. „Augun opnast fyrir svo mörgum hlutum og maður er meðvit- aðri um svo margt sem maður hafði ekki hugmynd um áður.“ Áður en Dröfn tók við yngstu deildinni vann hún með elstu krökkun- um. Það sama gildir um flutninga milli deilda; margt er ólíkt við starfið. „Það er ekki hægt að segja að annað sé auðveldara eða erfiðara. En það er rosalega ólíkt,“ segir hún. Það sé til dæmis meiri vinna við undirbúning og oft meira námsefni sem þarf að komast yfir á meiri hraða með elstu krökkunum. Svo eru samskiptin ólík að sjálfsögðu. „Ég er náttúrlega bara búin að njóta þess að vera syngjandi síðan ég kom inn á yngstu deild. Mér finnst gaman að syngja og þar nýtur maður sín alveg mjög mikið í því.“ Sjálfstæð vinnubrögð í fyrirrúmi Líkt og áður segir er opið dagskipulag á Uglukletti og flæði haft í fyrirrúmi. Það þýðir að börnin fá til að mynda að velja sér hvað þau vilja gera yfir daginn, til dæmis að vera á útistöð eða að syngja og spila á tónastöð og þar fram eftir götunum. Dröfn, sem segir tónlistarstöðina og listakrókinn vera í sérlegu uppá- haldi, finnst fyrirkomulagið henta sér afar vel. „Fyrir mér er sérstaða skólans sú að ég fæ að vera rosa mikið á mínum forsendum og stjórna því hvernig ég vinn. Mér er treyst og við erum ekki á klukkunni. Yfirleitt þegar ég hef komið með hugmyndir er mjög vel tekið í þær.“ Aðspurð um kosti og galla þess að vinna í flæði segist Dröfn ekki lengur sjá neina galla við kerfið, aðeins kosti. „Einhvern tímann hefði mér örugglega þótt kostir og gallar, en þegar maður er búinn að læra inn á þetta þá finnst mér Tæplega áttatíu börn eru á leik- skólanum Uglu- kletti í Borgarnesi, sem byggður var árið 2007. Þar er starfað eftir opnu dagskipulagi, kenningum Mihaly Csikszentmihalyi um flæði og hugmyndum já- kvæðrar sálfræði. Borgarnes Frelsið það besta við starfið þetta bara æðislegt að geta haft þetta svona.“ Best að starfa með börnum Aðspurð um hvað sé best við kennara- starfið svarar Dröfn: „Það er bara að fá að vera innan um börn. Þau eru náttúrlega bara skemmtilegust. Og að fá að þróa sig áfram með þeim, að við getum þróað okkur saman. Mér finnst þetta frelsi í leikskólakennarastarfinu það besta.“ En hver er þá helsta áskorunin? „Við erum alltaf að reyna að efla lýðræði hér á Uglukletti. Mér hefur fundist það að reyna að gera þau meðvituð um lýðræði ein helsta áskorunin,“ útskýrir hún. Sem og að ganga úr skugga um að hver og einn fái að njóta sín. „Það er svona áskorunin, að við getum verið með nógu marga bolta á lofti fyrir alla, þannig að allir njóti sín.“ Að lokum er Dröfn spurð út í hvað brenni á henni varðandi kennarastarfið, stéttina og kjörin. „Starfsumhverfið er ekki gott. Það þarf að bæta það. Mér finnst vanta fleira fólk eða meira rými. Eða bæði. Til þess að geta unnið svona þá byggir það á því að við séum nógu mörg til að valda því.“ Þegar það bregðist geti verið stutt í kulnun í starfi. „Ég held að það sé mest aðkallandi að hafa umhverfið nógu gott.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.