Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 58
AÐSENT / Ásta og Þóra
ENDURMENNTUNARSÝNINGIN
BETT Í LONDON
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VISITOR.IS
PAKKAFERÐ FRÁ 23. - 27. JANÚAR - 4 NÆTUR
HAMRABORG 20A • 578 9888 • ENDURMENNTUN@VISITOR.IS
T ónmennta-
kennarafélag
Íslands
hélt 21.
Landsmót
íslenskra
barnakóra í Smáraskóla í lok
apríl. Á mótið komu um 250 börn
á aldrinum 10-16 ára, foreldrar
og kórstjórar úr 11 mismunandi
kórum víðsvegar af landinu.
Þema mótsins að þessu sinni var
Eurovision og voru margar okkar
helstu Júróvisjónperlur útsettar
fyrir barnakóramótið. Einnig
frumfluttu börnin glænýtt verk um
Þorgeirsbola eftir Örlyg Benedikts-
son við ljóð Þórarins Eldjárns.
Herlegheitin hófust með sam-
eiginlegri kvöldvöku á föstudags-
kvöldinu og á laugardeginum tóku
við stífar æfingar. Mótinu lauk svo
á sunnudeginum með stórtón-
leikum í troðfullri Digraneskirkju
þar sem forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, var heiðursgestur.
Skemmst er frá því að segja
að börnin voru til sóma og gleðin
í fyrirrúmi sem og góða skapið.
Það var samróma álit þátttakenda
að mótið hefði verið vel heppnað.
Þátttakendur voru fegin að geta
komið saman án þess að því
fylgdi keppni og fundu sterkt fyrir
hvernig öll unnu að sameiginlegu
markmiði.
Fjölmargar rannsóknir
sýna fram á mikilvægi tónlistar
í menntun barna og unglinga.
Tónlistarnám styður allt annað
nám og ekki síst íslenskunám. Ekki
má vanmeta þau jákvæðu áhrif
sem samsöngur hefur á skólabrag,
hann eflir samkennd, samábyrgð
og eykur gleði í skólastarfi sem
annars staðar. Í tónlist erum við öll
jöfn og öll í sama liðinu.
Þessi jákvæðu áhrif komu
greinilega í ljós á mótinu þar sem
öll dýrin í skóginum voru ekki
bara vinir, heldur bestu vinir. Það
var aðdáunarvert að fylgjast með
börnunum hjálpast að, hvetja
hvert annað og styðja í söng og
leik. Á sama tíma voru börnin líka
stoltir fulltrúar sinna skóla og tóku
hlutverk sitt alvarlega. Öll börn
gengu frá eftir sig og lögðu sig fram
við að skila kennslustofunum,
sem Smáraskóli lánaði okkur fyrir
mótið, í sem bestu ásigkomulagi.
Mót sem þetta væri ekki
gerlegt ef ekki kæmi fjöldi fólks
mótshöldurum til aðstoðar.
Foreldrar kórbarna í Skólakór
Smáraskóla störfuðu sem einstök
liðsheild þessa helgi og eru mikil
fyrirmynd í foreldrasamstarfi og
kunnum við þeim miklar þakkir
fyrir. Einnig þökkum við Smára-
skóla fyrir að hýsa mótið, þeim
fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu
kórbörnunum mat og að lokum
Lista- og menningarráði Kópavogs
fyrir að styrkja mótið um prentun
á nótnahefti þess.
Mótshaldarar eru yfir sig
stoltir af ungmennum landsins
eftir helgi eins og Landsmót
íslenskra barnakóra og það er
einróma niðurstaða þeirra sem
komu að mótinu að syngjandi barn
er hamingjusamt barn. Það er því
mikil tilhlökkun hjá Tónmennta-
kennarafélagi Íslands að halda
næsta mót haustið 2024 og þá
vonandi á Hvolsvelli. Hlökkum til
að sjá sem flest þar!
Aðsend grein
Syngjandi barn er hamingjusamt barn!
Ásta Magnúsdóttir og Þóra Marteinsdóttir,
skipuleggjendur Landsmóts íslenskra barnakóra árið 2023