Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 23
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 23 Hringferð / KENNARASAMBANDIÐ Ísafjörður Tölvan sem hljóðfæri og sköpunartól N ýbakað rúgbrauð með smjöri beið fulltrúa KÍ á kennarastofunni í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á meðan sendinefndin skoðaði skólann og ræddi við kennara og stjórnendur tók Skólavarðan bakarann tali í kennslustofu hans á annarri hæð þessa sögufræga húss. Andri Pétur Þrastarson, tónlistarkennari og tónlistarmað- ur, lærði á fiðlu við skólann ungur að aldri og kenndi sjálfum sér á gítar seinna meir. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans var einnig gítarkennari og tónlistarmaður. „Ég er að kenna núna í stof- unni sem ég lærði í þegar ég var sjö ára og pabbi var í þeirri stofu líka um tíma,“ segir Andri Pétur. „Þannig að það er mjög heimilis- legt að vera í þessari stofu.“ „Ég er búinn að breyta stof- unni í fullbúið stúdíó í rauninni,“ segir hann. „Maður hefur mikið frelsi í stofunni sinni. Ef maður vill hengja upp myndir, eða þá tíu hljóðpanela og innrétta stúdíó, þá má maður líka gera það,“ segir Andri, sem segir andann í Tónlist- arskólanum einstaklega góðan. Nam tónlistartækni í Hollandi En hvernig hófst kennaraferillinn? „Mér datt aldrei í hug að ég gæti farið að læra einhvers konar tónlist miðað við hvernig fram- boðið var á Íslandi þá.“ En þá var gerð krafa um að umsækjendur í tónlistarnám á háskólastigi hefðu lokið grunnstigi á hljóðfæri. „Svo endaði ég á að flytja út í leit að námi og þá var þetta nám til sem hét tónlistartækni og þeir bara kenndu manni allt mögulegt,“ útskýrir Andri. Eftir að hann lauk námi í tón- listartækni frá Listaháskólanum í Utrecht í Hollandi hafði hann samband við Ingunni Ósk Sturlu- dóttur, sem þá var skólastjóri Tón- listarskóla Ísafjarðar, og spurði hvort þau hefðu áhuga á að byrja að bjóða upp á nám í raftónlist. „Hún tók rosa vel í það og spurði hvort ég gæti ekki kennt á gítar líka. Svo er þetta eiginlega búið að vera þannig að ég er aðallega gítarkennari og raftónlistarkennari með,“ segir Andri Pétur. Raftónlist allsráðandi Í raun er nær öll tónlist í dag að hluta til raftónlist, útskýrir Andri. „Ekki nema þú sért að fá tónlistina alveg beint af kúnni, frá lifandi tónlistarmanni.“ Öll tónlist er í dag tekin upp með tölvum og henni breytt með effektum; röddin leiðrétt, taktinum breytt og alls konar. „Ég kenni raftónlist aðallega í gegnum það að reyna að fá Tónlistarskóli Ísafjarðar Þetta sögufræga hús við Austurveg á Ísafirði hýsir Tónlistar- skóla Ísafjarðar. Húsið, sem var byggt árið 1945 og vígt þrem- ur árum síðar, var upphaflega ætlað Húsmæðraskólanum Ósk. Húsameistarinn var Guðjón Samúelsson og byggingameistari Jón H. Sigmundsson. „Ég hygg að það sé ekki ofmælt, að þetta hús muni vera eitt hið vandaðasta skólahús, sem byggt hefir verið í þessu landi og þótt víðar væri leitað,“ sagði Sigurður Bjarnason, þáverandi forseti bæjarstjórnar við vígsluhátíðina. Tónlistarskólinn tók til starfa í húsinu árið 1998 og ráðist var í miklar endurbætur. Til að mynda var tónlistarsalurinn Hamrar vígður ári síðar, en hann var teiknaður af Vilhjálmi Hjálmarssyni arkitekt með fulltingi Stefáns Einarssonar hljómburðarfræðings og byggður við skólahúsið á smekk- legan og hugkvæman hátt. Þá hafði Tónlistarskólinn þegar starfað í yfir hálfa öld, en skólinn fagnar nú, árið 2023, 75 ára starfsafmæli. Upplýsingarnar eru fengnar af vef Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.