Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 VIÐTAL / Elísabet Ásta Ólafsdóttir E lísabet Ásta Ólafsdóttir útskrifaðist í vor sem hugbúnaðar- verkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún vinnur að hugbúnaðarlausn sem ætlað er að bæta þjónustu við grunn- skólabörn með sérþarfir. „Ég hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að verkefninu síðastliðið sumar sem gerði mér kleift að leggjast í rannsóknar- og undirbúningsvinnu. Leggja þarf mikla vinnu í að huga að uppsetningu kerfisins í heild, öllum öryggisráðstöfunum og aðgangsstýr- ingum. En til að smáforritið sé nothæft verður að byggja það upp út frá þörfum notenda.“ Elísabet Ásta Ólafsdóttir er 22 ára Akureyringur. Hún er stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri og lauk í vor grunnnámi í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. „Námið í menntaskólanum undirbjó mig svo sannarlega fyrir háskólanám. Ég verð ætíð þakklát fyrir þá kennslu sem ég fékk í MA og vil ítreka hversu mikilvæg jákvæð nálgun kennara er fyrir upplifun nemenda. Í MA var í boði einn forritunaráfangi en fyrir þá sem ekki þekkja til þá snýst hugbúnaðarverkfræði að miklu leyti um forritun. Í þessum áfanga voru okkur kennd grunnatriði forritunar og síðan bjuggum við til afar einfaldan tölvuleik sem gekk út á að skjóta úr geimskipi á geimverur. Það var ótrúlega magnað að geta stjórnað því sem varð til í tölvuleiknum, breyta því hvernig verurnar litu út og sjá torskildar skip- anir verða að sjáanlegum hlutum sem hægt var að stjórna með lyklaborðinu. Þetta var svo mikil upplifun að þarna ákvað ég að fara í hugbúnaðarverkfræði. Hugbúnaðarverkfræðin er, eins og flestar verkfræðigreinar, afar fjöl- breytt. Fyrsta árið er frekar samræmt innan verkfræðinámsbrautanna en þá lærir maður stærðfræði, eðlisfræði og grunnatriði forritunar og eftir það sérhæfast námsbrautirnar. Það voru mikil viðbrigði að fara úr bekkjarkerfi menntaskólans yfir í áfangakerfi háskól- ans og mæta í tíma með 200 öðrum en það vandist fljótt. Mér þótti gott að dæmatímar voru til dæmis skiptir upp eftir námsleiðum því þannig kynntist maður samnemendum sínum. Það er nefnilega svo mikilvægt að hafa ein- hvern að leita til með verkefnavinnslu. Strax í upphafi náms var hamrað á því að góð ástundun, eftirfylgni námsáætl- unar og áhugi á náminu væri lykillinn að velgengni. Stór hluti námsins fer fram utan hefðbundinna kennslustunda og þá er eins gott að vera skipulagður; annars er voðinn vís. Aðgengi að kennurum var gott og iðulega gáfu þeir sér góðan tíma til að aðstoða ef þörf var á.“ Bókin getur týnst Á þriðja og seinasta árinu í HÍ tók Elísabet Ásta námskeiðið Frá hugmynd að veruleika og síðan samnefnt framhaldsnámskeið sem Jóhann Pétur Malmquist pró- fessor stóð fyrir. „Námskeiðið gekk fyrst og fremst út á nákvæmlega það sem heitið gefur til kynna; að láta hug- mynd verða að veruleika. Við nemendur fengum að skyggnast inn í raunverulegar aðstæður í atvinnulífinu og lærðum meðal annars af algengum mistökum sem eiga sér oft stað við upp- haf þróunar og útfærslu verkefna. Þá var okkur falið það hlutverk að gerast frumkvöðlar og hefja þróunarvinnu á hugmynd. Ég hafði áður heyrt af vandamáli sem mig langaði að leysa og hér var komið frábært tækifæri til að tækla það. Vandamálið tengist þjónustu sem börnum er veitt í skólum landsins. Eins og við vitum eru börn jafn mismunandi og þau eru mörg. Sum eru Svava Jónsdóttir skrifar með sértækar þarfir og geta átt erfitt með að tjá sig, stjórna skapinu eða athafna sig. Fyrir foreldra þessara barna er afar dýrmætt að umsjónaraðilar skrái upplýsingar um atvik dagsins því hugsanlega á barnið sjálft í erfiðleikum með að segja ítarlega frá. Fyrirkomu- lagið nú er almennt þannig að atvik eru skráð í stílabók sem fylgir barninu yfir daginn. Oftar en ekki eru þetta jákvæðar upplýsingar en á milli geta verið erfiðir dagar. Eftir slíka daga geta skráningar varðað neikvæð atvik og mikilvægt er að upplýsingar berist ekki út fyrir innsta hring. Stílabókin getur hins vegar ekki tryggt að upplýsingar séu ætíð í öruggum höndum. Bókin getur orðið fyrir hnjaski, hún týnst eða skemmst vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna og getur til dæmis hæglega orðið eftir á vergangi. Þá getur hver sá sem kann að lesa grúskað í afar persónulegum upplýsingum. Þegar mér varð ljóst að málin gætu undið svona upp á sig stóð mér ekki á sama. Með stílabókinni eru boðleiðir upplýsinga langar og berast jafnvel seint og illa. Þegar komið er heim í lok dags þarf til að mynda fyrst að finna stílabókina og fletta í gegnum hana áður en ljóst er hvernig gekk. Það sem er sérstakt við þetta er að börnin þurfa oft sjálf að sjá um að bókin sé til staðar; gæta þess að hún fylgi alltaf með. Það er óskemmtilegt og tekur af barninu þá upplifun að fá að vera bara barn. Svoleiðis bras er fyrir fullorðna að sinna. Þá eru góð ráð dýr, hvernig má leysa þetta vandamál?“ Annað sætið í viðskipta- hraðli Elísabet Ásta segir að í áfanganum Frá hugmynd að veruleika hafi ekki verið nein vandamál, aðeins lausnir. „Ég varð að skilgreina vel hvert vandamálið væri, hverjum það tengdist, hvar það birtist og í hvaða formi. Það lá beinast við, þar sem ég var nú einu sinni í hugbún- aðarverkfræði, að nýta þá þekkingu og reynslu við úrlausn. Á seinustu önninni minni í HÍ hafði ég svigrúm í stunda- töflunni minni sem ég nýtti vel hvað varðar úrvinnslu vandamálsins. Ég tók þátt í frumkvöðlahraðlinum AWE (Academy for Women Entreprene- urs) sem HÍ og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi standa fyrir. Til að smáforritið sé nothæft verður að byggja það upp út frá þörfum notenda. Smáforrit sem bætir þjónustu við börn með sérþarfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.