Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 38
38 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 UMFJÖLLUN / Gervigreind í skólastarfi Opnaðu skólastofuna upp á gátt með eTwinning Fljótleg og örugg tenging við Evrópu Nemendur kynnast nýrri menningu og auka víðsýni Verkfærakista á netinu, stútfull af möguleikum fyrir kennara Leikskólar - Grunnskólar - Framhaldsskólar G ervi- greindin er komin til að vera og það er því um að gera að nota hana. Við verðum að ýta undir gagnrýna hugsun og, eins og ég segi við mína nemend- ur, við verðum að vera klárari en gervigreindin. Kunna að nota hana en láta hana ekki plata okkur,“ segir Guðný Ósk Laxdal, enskukennari hjá Verzlunarskóla Íslands og stundakennari hjá HR og HÍ. „Samt sem áður er mikil- vægt að hafa í huga að nám á að vera fjölbreytt; einhver verkefni geta stuðst við gervigreind á meðan önnur geta það ekki.“ „Ég myndi telja að það væri best fyrir kennara að byrja hreinlega bara að prófa að nota gervigreind. Byrja að fikta og sjá hvernig þetta virkar,“ segir Guðný Ósk þegar hún er spurð hvernig best sé fyrir kennara að taka fyrstu skrefin hvað varðar gervigreind. „Gervigreindin getur verið gífurlega gagnlegt hjálpartæki, bæði fyrir kennara og nemendur. Það eru ansi mörg forrit í boði og þetta getur verið yfirþyrmandi en það er um að gera að velja bara eina síðu og prófa þetta og prófa sig svo áfram.“ „Ég mæli samt ekki með að treysta gervigreindinni 100%; hún er ekki að fara að búa til heilu verkefnin eða prófin fyrir þig án galla en það er hægt að nota hana til að koma með hugmyndir, meðal annars að verkefnum og skipulagi kennslu. Ég mæli til dæmis með að taka eitthvað sem þú ert að kenna, útskýra vel þínar aðstæður – svo sem hvaða nemendahóp þú kenn- ir og á hvaða skólastigi - og gefa upp hversu löng kennslustundin er og sjá hvað hún segir. Alls ekki 100% en hjálpar mikið til við að byrja að skipuleggja.“ Guðný Ósk segir að gervi- greindin sé ekki gott þekkingar- tæki heldur hjálpartæki. „Alveg eins og þegar við notum Google-leitarvélina til að hjálpa okkur þá er ekki hægt að treysta á að það sem kemur fyrst upp sé 100% rétt. Það eru til ansi mörg dæmi um að gervigreind skili afurð sem er ekki byggð á neinum gögnum og það virðist líka vera að þegar gervigreindina vantar upplýsingar þá búi hún þær bara til. Það er því mikilvægt að vera alltaf með aðra heimild fyrir þeim. Hún þekkir til dæmis ekki skáldsögur vel, annað en bara það sem hún finnur á netinu.“ Góð þekking á faginu nauðsyn- leg Hvernig mun gervigreind breyta kennslu? Og verða ritgerðir úrelt fyrirbæri? „Mér finnst oft gott að bera þetta saman við það þegar Internetið varð til; í dag þurfa nemendur ekki að sitja með margar bækur opnar inni á bókasafni heldur er heimildaleit aðallega gerð á netinu. Ég held að gervigreindin sé bara næsta skref. Varðandi ritun þá er áhuga- vert að pæla í hver tilgangur ritunar er. Það er þá helst að gefa nemendum tækifæri til að æfa sig í að koma hugsunum og skoðunum sínum frá sér á skipulagðan hátt. Það er hæfileiki sem mun ekki verða úreltur. Afurðin getur tekið Ekki gott þekkingartæki heldur hjálpartæki Svava Jónsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.