Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 36
36 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 UMFJÖLLUN / Gervigreind í skólastarfi H jörvar Ingi Har- aldsson fram- halds- skóla- kennari segir að gervigreind sé frábær ritari en hræðilegur yfirmaður. „Það sem ég á við er að gervigreind getur skapað spennandi og áhugavert efni en hún getur ekki metið hvort það sé rétt, gagnlegt eða viðeigandi. Því þarf notandinn að hafa góða þekkingu á efninu sem hann er að vinna með og geta endurskoðað og endurbætt niðurstöðurnar frá gervigreindinni.“ Hjörvar Ingi bendir á að gervigreind hafi breytt kennslu á mörgum sviðum og að mikilvægt sé að kennarar séu meðvitaðir um það. „Ég held að ritgerðir séu ekki úrelt fyrirbæri en það þarf að endurhugsa hvernig þær eru metnar. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að nemendur skrifi ritgerðir án hjálpar frá gervigreind eða öðrum upplýsingatækjum. Það er því nauðsynlegt að kennarar setji skýrar reglur um notkun gervigreindar í ritgerðum og að nemendur séu heiðarlegir um það.“ „Ég tel að það sé auðvelt að nota gervigreind án þess að skilja hana almennilega og því getur verið hætta á að hún sé ekki nýtt á hagkvæman hátt. Það er því mikil- vægt að kennarar hafi grunnþekk- ingu á því hvernig gervigreind virkar og hvernig hún getur nýst í kennslu,“ segir Hjörvar Ingi Har- aldsson framhaldsskólakennari. „Ég mæli með að allir kennarar sem hafa áhuga á að nota gervigreind í kennslu skoði efni sem Ethan Mollick og Lilach Mollick tóku saman fyrir kennara sem ekki þekkja gervigreindina. Þetta eru fimm myndbönd sem fara yfir helstu hugtök og notkun gervigreindar í kennslu og námi.“ Myndböndin eru:  X Kynning á gervigreind.  X Útskýring á „Large Language Models“ sem er gervigreindin sem við erum að tala um.  X Almenn notkun á gervigreind fyrir kennara og nemendur.  X Notkun á gervigreind fyrir kennara.  X Notkun á gervigreind fyrir nemendur. „Eftir þetta ætti kennarinn að skilja efnið nokkuð vel og vera tilbúinn að stíga fyrstu skrefin við að nýta sér gervigreindina.“ „Svo mæli ég með að kennar- ar innan skólans stofni hóp sem hittist kannski einu sinni í mánuði í skólanum og ræði saman. Þar geta þeir deilt hugmyndum, verk- efnum, vandamálum og lausnum sem tengjast gervigreind. Svona hópar ættu að hjálpa mjög mikið til við að auka skilning og áhuga á gervigreind.“ Svava Jónsdóttir skrifar Gervigreind hefur breytt kennslu á mörgum sviðum Hjörvar Ingi Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.